Hleypur 10 til 20 kílómetra fimm sinnum í viku 30. nóvember 2011 16:00 Elísabet Margeirsdóttir er komin inn í 100 kílómetraklúbbinn og stefnir á enn lengri hlaup í framtíðinni. Fréttablaðið/GVA Hundrað kílómetraklúbburinn var stofnaður árið 2004 og þar eru nú 47 félagar. Ég náði því markmiði að komast inn í hann þegar ég hljóp 120 kílómetra úti í Frakklandi í sumar," segir Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður. „Allir Íslendingar sem hafa hlaupið 100 kílómetra í opinberu keppnishlaupi eru gjaldgengir í klúbbinn. Þetta hlaup sem ég hljóp í sumar heitir Ultra Trail og er í kringum Mont Blanc og er 120 kílómetrar með 7.000 metra hækkun þannig að í rauninni er þetta fjallahlaup. Ég var sólarhring og tuttugu mínútur að klára það með tíu mínútna matarstoppum á um það bil tuttugu kílómetra fresti." Elísabet segist hafa verið að hlaupa með hléum í átta ár, hefur hlaupið sex maraþon og þrisvar hlaupið Laugaveginn. „Ég var í þriðja sæti í Laugavegshlaupinu í sumar þannig að það má eiginlega segja að þetta síðastliðna ár hafi ég farið af fullum krafti í utanvegahlaupin. Það er að myndast hérna smá kjarni sem stundar ofurmaraþon og fjallahlaup og það var stór hópur Íslendinga í þessu hlaupi í Frakklandi með mér."Hvað hafa þessi löngu hlaup fram yfir önnur? „Þetta er bara svo æðisleg upplifun," segir Elísabet. „Mín fyrsta upplifun af svona löngu hlaupi var alveg frábær. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfitt en mér leið aldrei illa og tilfinningin þegar maður kom í mark var alveg yndisleg. Ég ákvað strax þar og þá að þetta ætlaði ég að gera aftur.Elísabet kemur í mark eftir 120 kílómetra í Ultra Trail-hlaupinu við Mont Blanc í sumar.Ég myndi reyndar segja að það sé meira afrek að þjálfa vel fyrir svona hlaup en að fara það. Þjálfunin er mjög tímafrek en líka skemmtileg ef maður er í góðum hópi. Það er gaman að finna nýjar leiðir og ég fór heilmikið á fjöll hérna heima í sumar með vinkonu minni sem fór svo með mér í hlaupið úti."Er ekki allt lífið undirlagt af hlaupum? „Þessa dagana er ég bara að hlaupa svona tíu til tuttugu kílómetra fjórum, fimm sinnum í viku en svo eykst álagið þegar kemur fram á vorið. Það má eiginlega segja að þetta sé full vinna á sumrin," segir Elísabet og hlær.Elísabet með Helgu Þóru vinkonu sinni við rásmarkið í Ultra Trail.Hvað er svo fram undan? „Ég ætla að hlaupa heilt maraþon í vor, svona til að koma mér í gírinn fyrir sumarið, og fara síðan aftur út til Frakklands næsta sumar og þá í annað hlaup, sem er reyndar styttra, um 98 kílómetrar. Það eru fjögur mismunandi hlaup farin á hverju ári frá Chamonix, frönskum skíðabæ sem leggur heila viku í ágúst á hverju ári undir þessi hlaup. Lengsta hlaupið er alveg heill hringur í kringum fjöllin við Mont Blanc, 160 kílómetrar. Ég fer ekki alveg strax í það en draumurinn er auðvitað að komast það einhvern tíma í framtíðinni." fridrikab@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Hundrað kílómetraklúbburinn var stofnaður árið 2004 og þar eru nú 47 félagar. Ég náði því markmiði að komast inn í hann þegar ég hljóp 120 kílómetra úti í Frakklandi í sumar," segir Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður. „Allir Íslendingar sem hafa hlaupið 100 kílómetra í opinberu keppnishlaupi eru gjaldgengir í klúbbinn. Þetta hlaup sem ég hljóp í sumar heitir Ultra Trail og er í kringum Mont Blanc og er 120 kílómetrar með 7.000 metra hækkun þannig að í rauninni er þetta fjallahlaup. Ég var sólarhring og tuttugu mínútur að klára það með tíu mínútna matarstoppum á um það bil tuttugu kílómetra fresti." Elísabet segist hafa verið að hlaupa með hléum í átta ár, hefur hlaupið sex maraþon og þrisvar hlaupið Laugaveginn. „Ég var í þriðja sæti í Laugavegshlaupinu í sumar þannig að það má eiginlega segja að þetta síðastliðna ár hafi ég farið af fullum krafti í utanvegahlaupin. Það er að myndast hérna smá kjarni sem stundar ofurmaraþon og fjallahlaup og það var stór hópur Íslendinga í þessu hlaupi í Frakklandi með mér."Hvað hafa þessi löngu hlaup fram yfir önnur? „Þetta er bara svo æðisleg upplifun," segir Elísabet. „Mín fyrsta upplifun af svona löngu hlaupi var alveg frábær. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfitt en mér leið aldrei illa og tilfinningin þegar maður kom í mark var alveg yndisleg. Ég ákvað strax þar og þá að þetta ætlaði ég að gera aftur.Elísabet kemur í mark eftir 120 kílómetra í Ultra Trail-hlaupinu við Mont Blanc í sumar.Ég myndi reyndar segja að það sé meira afrek að þjálfa vel fyrir svona hlaup en að fara það. Þjálfunin er mjög tímafrek en líka skemmtileg ef maður er í góðum hópi. Það er gaman að finna nýjar leiðir og ég fór heilmikið á fjöll hérna heima í sumar með vinkonu minni sem fór svo með mér í hlaupið úti."Er ekki allt lífið undirlagt af hlaupum? „Þessa dagana er ég bara að hlaupa svona tíu til tuttugu kílómetra fjórum, fimm sinnum í viku en svo eykst álagið þegar kemur fram á vorið. Það má eiginlega segja að þetta sé full vinna á sumrin," segir Elísabet og hlær.Elísabet með Helgu Þóru vinkonu sinni við rásmarkið í Ultra Trail.Hvað er svo fram undan? „Ég ætla að hlaupa heilt maraþon í vor, svona til að koma mér í gírinn fyrir sumarið, og fara síðan aftur út til Frakklands næsta sumar og þá í annað hlaup, sem er reyndar styttra, um 98 kílómetrar. Það eru fjögur mismunandi hlaup farin á hverju ári frá Chamonix, frönskum skíðabæ sem leggur heila viku í ágúst á hverju ári undir þessi hlaup. Lengsta hlaupið er alveg heill hringur í kringum fjöllin við Mont Blanc, 160 kílómetrar. Ég fer ekki alveg strax í það en draumurinn er auðvitað að komast það einhvern tíma í framtíðinni." fridrikab@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira