Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun 10. desember 2011 12:00 Ásta Davíðsdóttir varði síðustu jólum í Mexíkó, þar sem hún fann þetta íðilfagra jólatré í Guadalajara, búið til úr eldrauðum jólarósum. Landvörðurinn og háskólaneminn Ásta Davíðsdóttir var liðlega tvítug þegar hún kaus að vera ein og fjarri ástvinum sínum á aðfangadagskvöld. Hún segir lífsreynsluna indæla og mælir hiklaust með dýrmætum þroskaskrefum sem hljótast af því að vera einn um jól. „Það erfiðasta við að vera ein um jólin var að sannfæra ástvini mína um að það væri ákvörðun sem ég hefði tekið í sátt við sjálfa mig og nokkuð sem mig langaði virkilega að gera. Í hugum allra var tilhugsunin hryllileg og mér bárust heimboð á aðfangadagskvöld úr ólíklegustu áttum,“ segir Ásta og brosir að minningunni um jólin forðum daga. Ásta var við nám og vinnu í höfuðstaðnum á þessum árum, og fjölskylda hennar bjó á landsbyggðinni. „Mér bauðst vinna á aðfangadag og vissi að ég næði ekki heim í tæka tíð fyrir jól. Innst inni fannst mér kærkomið að fá tækifæri til að upplifa jólin ein, en hugsa að tilfinningin sé önnur og verri ef fólk neyðist til að eyða jólum eitt og á engan að. Þá breytast jólin í kvöl,“ útskýrir Ásta og bætir við að fólk sé missterkt í að vera eitt með sjálfu sér. „Ég upplifði aldrei einsemd, söknuð eða trega. Ég hafði mikið fyrir því að hafa jólin sem hátíðlegust, enda er stundin alveg jafn mikilvæg fyrir mann einan eins og alla fjölskylduna saman. Ég puntaði mig upp í jólakjól eins og á að gera á jólum, eldaði svínalundir fylltar með gráðaosti og döðlum, opnaði pakka í rólegri hátíðarstemningu við lítið jólatré og hringdi í fólkið mitt eins og vanalega þegar líður á aðfangadagskvöld,“ upplýsir Ásta. Hún segir jólin í sínum huga vera hápunkt skammdegisins, þegar fjölskyldan gerir sér dagamun með hátíðlegum blæ. „Jólin snúast að miklu leyti um samveru fjölskyldunnar, en það er góð lífsreynsla að vera einn um jól. Margir hræðast tilhugsunina og hengja sig í hefðir en gleyma því að upplifa stundina, hvort sem hún er með stórfjölskyldunni eða sjálfum sér. Víst getur sorg og eftirsjá gripið um sig þegar klukkurnar hringja inn jólin en þá er bara fínt að fólk upplifi tilfinningar sínar því það á aldrei að vera vond upplifun að vera einn með sjálfum sér.“ -þlg Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól
Landvörðurinn og háskólaneminn Ásta Davíðsdóttir var liðlega tvítug þegar hún kaus að vera ein og fjarri ástvinum sínum á aðfangadagskvöld. Hún segir lífsreynsluna indæla og mælir hiklaust með dýrmætum þroskaskrefum sem hljótast af því að vera einn um jól. „Það erfiðasta við að vera ein um jólin var að sannfæra ástvini mína um að það væri ákvörðun sem ég hefði tekið í sátt við sjálfa mig og nokkuð sem mig langaði virkilega að gera. Í hugum allra var tilhugsunin hryllileg og mér bárust heimboð á aðfangadagskvöld úr ólíklegustu áttum,“ segir Ásta og brosir að minningunni um jólin forðum daga. Ásta var við nám og vinnu í höfuðstaðnum á þessum árum, og fjölskylda hennar bjó á landsbyggðinni. „Mér bauðst vinna á aðfangadag og vissi að ég næði ekki heim í tæka tíð fyrir jól. Innst inni fannst mér kærkomið að fá tækifæri til að upplifa jólin ein, en hugsa að tilfinningin sé önnur og verri ef fólk neyðist til að eyða jólum eitt og á engan að. Þá breytast jólin í kvöl,“ útskýrir Ásta og bætir við að fólk sé missterkt í að vera eitt með sjálfu sér. „Ég upplifði aldrei einsemd, söknuð eða trega. Ég hafði mikið fyrir því að hafa jólin sem hátíðlegust, enda er stundin alveg jafn mikilvæg fyrir mann einan eins og alla fjölskylduna saman. Ég puntaði mig upp í jólakjól eins og á að gera á jólum, eldaði svínalundir fylltar með gráðaosti og döðlum, opnaði pakka í rólegri hátíðarstemningu við lítið jólatré og hringdi í fólkið mitt eins og vanalega þegar líður á aðfangadagskvöld,“ upplýsir Ásta. Hún segir jólin í sínum huga vera hápunkt skammdegisins, þegar fjölskyldan gerir sér dagamun með hátíðlegum blæ. „Jólin snúast að miklu leyti um samveru fjölskyldunnar, en það er góð lífsreynsla að vera einn um jól. Margir hræðast tilhugsunina og hengja sig í hefðir en gleyma því að upplifa stundina, hvort sem hún er með stórfjölskyldunni eða sjálfum sér. Víst getur sorg og eftirsjá gripið um sig þegar klukkurnar hringja inn jólin en þá er bara fínt að fólk upplifi tilfinningar sínar því það á aldrei að vera vond upplifun að vera einn með sjálfum sér.“ -þlg
Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól