Erlend yfirráð? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Með ákvörðun sinni um að synja félagi Huangs Nubo um leyfi til að kaupa meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum sendir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra alþjóðlegum fjárfestum enn ein bandvitlaus skilaboð af stjórnarheimilinu. Ísland er lokað og athafnamenn með áform um atvinnuuppbyggingu eru óvelkomnir. Þegar þetta bætist við hótanir um ógildingu löglegra samninga og þjóðnýtingu í Magma-málinu, andstöðu við fyrirtæki sem hyggjast stunda rekstur sem fellur ekki að vinstri grænni hugmyndafræði og hringlandann í skattamálum atvinnulífsins er ekki að furða að hinir frjálslyndari í þingliði Samfylkingarinnar séu farnir að ókyrrast í ríkisstjórn sem hafði í upphafi að markmiði að auka erlenda fjárfestingu. Rökstuðningurinn fyrir því að veita Huang ekki undanþágu fyrir kaupunum er ekki merkilegur. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins er tíundað að félag Huangs uppfylli ekki skilyrði um íslenzkt eignarhald, stjórnarmenn og þar fram eftir götunum. Náttúrlega ekki. Þess vegna er beðið um undanþágu frá lögunum. Hana hafa að minnsta kosti 25 önnur fyrirtæki og einstaklingar fengið á síðustu árum. Eini rökstuðningurinn er í raun að landið sem Huang vill kaupa sé svo stórt. Ráðuneytið segir að „engin fordæmi [séu] fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi verið fært undir erlend yfirráð“. Vísað er til þess að bannið við fjárfestingum útlendinga eigi að „standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika Íslendinga til að njóta sjálfir arðs af auðlindum sínum“. Ef Huang Nubo væri til dæmis rúmenskur eða grískur ríkisborgari mætti hann kaupa Grímsstaðalandið umyrðalaust og málið hefði ekki einu sinni lent á borði Ögmundar Jónassonar. Sennilega gæti Huang farið þá leið að stofna fyrirtæki í einhverju aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins til að halda utan um kaupin. Undir þann leka vill Ögmundur Jónasson setja; hann segir í Fréttablaðinu í dag að hann vilji þrengja heimildir EES-borgara til að eignast hér fasteignir! En Huang er sjálfsagt orðinn leiður á þessu bulli og fer með peningana sína annað – eins og fleiri fjárfestar. Setningin um „erlend yfirráð“ í rökstuðningi ráðuneytisins er kostuleg. Auðvitað fara öræfin á Fjöllum ekki undir erlend yfirráð þótt útlendur maður eignist þau. Um Grímsstaðalandið myndu áfram gilda íslenzk lög og skipulagsreglur. Ríkið yrði meðeigandi Huangs að jörðinni og yrði að gefa samþykki sitt fyrir því sem þar væri gert. Huang hefur engan áhuga á vatnsréttindum (sem Ögmundur hafði í upphafi áhyggjur af að hann ásældist) og er reiðubúinn að semja þau af sér. Hver er hættan fyrir sjálfstæði, fullveldi og auðlindir Íslands? Það er í raun sorglegt að stjórnmálamenn hafi ekki meiri trú á íslenzkri löggjöf og stjórnsýslu en þetta. Ákvörðun Ögmundar endurspeglar vanmetakennd og útlendingaótta. Það er vont veganesti þegar verið er að reyna að endurbyggja íslenzkt efnahagslíf, meðal annars með erlendum fjárfestingum í atvinnurekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Með ákvörðun sinni um að synja félagi Huangs Nubo um leyfi til að kaupa meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum sendir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra alþjóðlegum fjárfestum enn ein bandvitlaus skilaboð af stjórnarheimilinu. Ísland er lokað og athafnamenn með áform um atvinnuuppbyggingu eru óvelkomnir. Þegar þetta bætist við hótanir um ógildingu löglegra samninga og þjóðnýtingu í Magma-málinu, andstöðu við fyrirtæki sem hyggjast stunda rekstur sem fellur ekki að vinstri grænni hugmyndafræði og hringlandann í skattamálum atvinnulífsins er ekki að furða að hinir frjálslyndari í þingliði Samfylkingarinnar séu farnir að ókyrrast í ríkisstjórn sem hafði í upphafi að markmiði að auka erlenda fjárfestingu. Rökstuðningurinn fyrir því að veita Huang ekki undanþágu fyrir kaupunum er ekki merkilegur. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins er tíundað að félag Huangs uppfylli ekki skilyrði um íslenzkt eignarhald, stjórnarmenn og þar fram eftir götunum. Náttúrlega ekki. Þess vegna er beðið um undanþágu frá lögunum. Hana hafa að minnsta kosti 25 önnur fyrirtæki og einstaklingar fengið á síðustu árum. Eini rökstuðningurinn er í raun að landið sem Huang vill kaupa sé svo stórt. Ráðuneytið segir að „engin fordæmi [séu] fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi verið fært undir erlend yfirráð“. Vísað er til þess að bannið við fjárfestingum útlendinga eigi að „standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika Íslendinga til að njóta sjálfir arðs af auðlindum sínum“. Ef Huang Nubo væri til dæmis rúmenskur eða grískur ríkisborgari mætti hann kaupa Grímsstaðalandið umyrðalaust og málið hefði ekki einu sinni lent á borði Ögmundar Jónassonar. Sennilega gæti Huang farið þá leið að stofna fyrirtæki í einhverju aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins til að halda utan um kaupin. Undir þann leka vill Ögmundur Jónasson setja; hann segir í Fréttablaðinu í dag að hann vilji þrengja heimildir EES-borgara til að eignast hér fasteignir! En Huang er sjálfsagt orðinn leiður á þessu bulli og fer með peningana sína annað – eins og fleiri fjárfestar. Setningin um „erlend yfirráð“ í rökstuðningi ráðuneytisins er kostuleg. Auðvitað fara öræfin á Fjöllum ekki undir erlend yfirráð þótt útlendur maður eignist þau. Um Grímsstaðalandið myndu áfram gilda íslenzk lög og skipulagsreglur. Ríkið yrði meðeigandi Huangs að jörðinni og yrði að gefa samþykki sitt fyrir því sem þar væri gert. Huang hefur engan áhuga á vatnsréttindum (sem Ögmundur hafði í upphafi áhyggjur af að hann ásældist) og er reiðubúinn að semja þau af sér. Hver er hættan fyrir sjálfstæði, fullveldi og auðlindir Íslands? Það er í raun sorglegt að stjórnmálamenn hafi ekki meiri trú á íslenzkri löggjöf og stjórnsýslu en þetta. Ákvörðun Ögmundar endurspeglar vanmetakennd og útlendingaótta. Það er vont veganesti þegar verið er að reyna að endurbyggja íslenzkt efnahagslíf, meðal annars með erlendum fjárfestingum í atvinnurekstri.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun