Um klósettpappír frá Gucci og fleira gott Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. skrifar 26. nóvember 2011 15:30 Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Bækur. Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð. Anton Helgi Jónsson. Mál og menning 2011. Anton Helgi Jónsson kvað sér (h)ljóðs eftir nokkurt hlé í fyrra, þegar ljóðabók hans Sögur af ættarmóti kom út. Annars hafði verið heldur hljótt um skáldið sem vakti svo mikla athygli á áttunda áratug síðustu aldar með bókum á borð við Undir regnboga (1974) og Dropa úr síðustu skúr (1979). Anton Helgi hefur vissulega fengist við texta við störf sín gegnum árin, en það telst til tíðinda að hann sé aftur farinn að senda frá sér nýstárlegar ljóðabækur. Það sem fyrst vekur athygli þegar bókinni er flett er kímnin í ljóðum Antons Helga. Tyrfni í myndmáli er víðs fjarri, ljóðin bera með sér hversdagslegan blæ og eru sannanlega fyndin. Fræg flökkusaga verður skáldinu að yrkisefni í titilljóðinu Tannbursti skíðafélagsins, en sagan greinir frá tilsvari manns að vestan sem í skíðaskála er vændur um þjófnað á tannbursta: „Svarið lét ekki á sér standa innan úr tannkremsfroðunni: Fyrirgefðu! Ég hélt þetta væri tannbursti skíðafélagsins." (7) Anton Helgi yrkir sig til þeirrar niðurstöðu að það sé ljóðið sem sé tannbursti skíðafélagsins og það er auðvelt að taka undir það. Er ekki beinlínis til þess ætlast að menn deili ljóðum með öðrum og að þau fari munn úr munni, mann fram af manni? Á stöku stað fer skáldið út í hálfgerðan aulahúmor (eins og í ljóðinu um manninn sem ætlaði að stunda göngur en kemst í ógöngur) en þó að ljóðin séu fyndin og galgopaleg á köflum er oft lengi hægt að velta vöngum yfir innihaldinu. Og þó að stíllinn sé leikandi og léttur kemur það ekki í veg fyrir að efnið hafi dýpri undirtón. Þarna eru ljóð um kreppu og klósettpappír frá Gucci, svipmyndir af ferðalögum og úr dýralífi, samræður við fjöll, myndir úr hversdagslífinu. Í raun eru óvenju fá ljóð í þessari bók sem ekki snerta mann á einhvern máta. Nístandi fagurt er til að mynda ljóðið „Leikir barna og fullorðinna" þar sem stillt er upp feluleik barna sem eru „kölluð upp" gegn því sem gerist síðar á ævinni, þegar við erum eitt og eitt kölluð burt. Síðasta línan „Og enn slær hjartað í brjósti mér" minnir rækilega á að víst er okkur öllum skammtaður tími. Anton Helgi er frábær performer og fór ekki leynt með það á Nýhilhátíð hér í borg á síðasta ári. Sum ljóðin í þessari bók grunar mig að séu sniðin að slíku ljóðauppistandi. Takturinn og hrynjandin í þeim gefa fyrirheit um það. Má nefna „7 x ávarp fjallkonunnar eða I miss Iceland" og „Einsöng án undirleiks" í þessu tilliti. Í bókinni eru prentaðar ljósmyndir útgefandans Jóhanns Páls Valdimarssonar. Þetta eru náttúrumyndir eða umhverfislýsingar, enda náttúran meðal uppáhaldsyrkisefna Antons Helga. Myndirnar eru frumleg viðbót við ljóðin, JPV er mjög lunkinn ljósmyndari og áferðin á myndasíðunum falleg. Niðurstaða: Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð. Anton Helgi Jónsson. Mál og menning 2011. Anton Helgi Jónsson kvað sér (h)ljóðs eftir nokkurt hlé í fyrra, þegar ljóðabók hans Sögur af ættarmóti kom út. Annars hafði verið heldur hljótt um skáldið sem vakti svo mikla athygli á áttunda áratug síðustu aldar með bókum á borð við Undir regnboga (1974) og Dropa úr síðustu skúr (1979). Anton Helgi hefur vissulega fengist við texta við störf sín gegnum árin, en það telst til tíðinda að hann sé aftur farinn að senda frá sér nýstárlegar ljóðabækur. Það sem fyrst vekur athygli þegar bókinni er flett er kímnin í ljóðum Antons Helga. Tyrfni í myndmáli er víðs fjarri, ljóðin bera með sér hversdagslegan blæ og eru sannanlega fyndin. Fræg flökkusaga verður skáldinu að yrkisefni í titilljóðinu Tannbursti skíðafélagsins, en sagan greinir frá tilsvari manns að vestan sem í skíðaskála er vændur um þjófnað á tannbursta: „Svarið lét ekki á sér standa innan úr tannkremsfroðunni: Fyrirgefðu! Ég hélt þetta væri tannbursti skíðafélagsins." (7) Anton Helgi yrkir sig til þeirrar niðurstöðu að það sé ljóðið sem sé tannbursti skíðafélagsins og það er auðvelt að taka undir það. Er ekki beinlínis til þess ætlast að menn deili ljóðum með öðrum og að þau fari munn úr munni, mann fram af manni? Á stöku stað fer skáldið út í hálfgerðan aulahúmor (eins og í ljóðinu um manninn sem ætlaði að stunda göngur en kemst í ógöngur) en þó að ljóðin séu fyndin og galgopaleg á köflum er oft lengi hægt að velta vöngum yfir innihaldinu. Og þó að stíllinn sé leikandi og léttur kemur það ekki í veg fyrir að efnið hafi dýpri undirtón. Þarna eru ljóð um kreppu og klósettpappír frá Gucci, svipmyndir af ferðalögum og úr dýralífi, samræður við fjöll, myndir úr hversdagslífinu. Í raun eru óvenju fá ljóð í þessari bók sem ekki snerta mann á einhvern máta. Nístandi fagurt er til að mynda ljóðið „Leikir barna og fullorðinna" þar sem stillt er upp feluleik barna sem eru „kölluð upp" gegn því sem gerist síðar á ævinni, þegar við erum eitt og eitt kölluð burt. Síðasta línan „Og enn slær hjartað í brjósti mér" minnir rækilega á að víst er okkur öllum skammtaður tími. Anton Helgi er frábær performer og fór ekki leynt með það á Nýhilhátíð hér í borg á síðasta ári. Sum ljóðin í þessari bók grunar mig að séu sniðin að slíku ljóðauppistandi. Takturinn og hrynjandin í þeim gefa fyrirheit um það. Má nefna „7 x ávarp fjallkonunnar eða I miss Iceland" og „Einsöng án undirleiks" í þessu tilliti. Í bókinni eru prentaðar ljósmyndir útgefandans Jóhanns Páls Valdimarssonar. Þetta eru náttúrumyndir eða umhverfislýsingar, enda náttúran meðal uppáhaldsyrkisefna Antons Helga. Myndirnar eru frumleg viðbót við ljóðin, JPV er mjög lunkinn ljósmyndari og áferðin á myndasíðunum falleg. Niðurstaða: Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira