Átján grasrótarlistamenn sýna á Köllunarklettsvegi 26. nóvember 2011 15:00 Rakel Sævarsdóttir rekur netgalleríið Muses, sem opnaði nýverið sýningu í gömlu Sanitas-verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Þar sýna 18 listamenn verk af ólíku tagi. Fréttablaðið/Vilhelm Málverk, skúlptúrar, ljósmyndir og vídeóverk átján listamanna má nú sjá í gömlu Sanitas-verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Internet-galleríið Muses stendur fyrir sýningunni. Átján listamenn úr ólíkum áttum sýna verk sín á þriðju pop-up sýningu internetgallerísins Muses. Nú skýtur galleríið upp kollinum í Sanitas-verksmiðjunni að Köllunarklettsvegi 4. Meðal þess sem þar er að sjá eru málverk eftir Þránd Þórarinsson, Bergþór Morthens og Lindu Ólafsdóttur. Þar eru jafnframt nýjar teikningar eftir Hugleik Dagsson og teikningar sem unnar voru fyrir plötuumslög hljómsveitanna Bloodgroup og Reykjavík! Listamennirnir Örn Tönsberg og Ólafur Darri Guðmundsson vinna verk á veggi rýmisins á meðan á sýningunni stendur. Muses er í grunninn internetgallerí sem opnar sýningar með verkum listamanna sinna öðru hvoru. Rakel Sævarsdóttir hefur rekið Muses frá því haustið 2010. „Grunnhugmyndin á bak við Muses er að safna grasrót íslenskra myndlistarmanna saman á einn stað. Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var í framhaldsnámi í hagnýtri menningarmiðlun og sá að það vantaði sameiginlegan vettvang fyrir grasrótina. Markmiðið hjá mér er að halda áfram að bæta við listamönnum. Þeir þurfa ekki að vera menntaðir frá LHÍ til að komast inn á síðuna. Eina krafan sem ég geri til listamanna er metnaður. Að þeir séu með eitthvað spennandi og ögrandi." Fyrri sýningar Muses áttu sér annars vegar stað í bátaskemmu á Ísafirði, samhliða tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Hins vegar var sýning opnuð í Bakkaskemmu úti á Granda á Menningarnótt. Í báðum tilvikum komu ýmsir listamenn úr öðrum greinum að sýningunum, með tónlist, dansi og gjörningum. Rakel segir þetta form, að reka gallerí á netinu og opna sýningar á sérstökum stöðum í skamman tíma, bjóða upp á mikla möguleika. „Þetta staðlaða form, hvíti kassinn með góðri lýsingu, er kannski ekki í anda grasrótarinnar og hentar henni ekki endilega," segir hún. Sýningin nú er í svipuðum anda og fyrri sýningar, en á laugardaginn næstkomandi klukkan 16 verða óvæntar uppákomur á Köllunarklettsveginum, þar sem dansarar, tónlistarmenn og rithöfundar munu koma við sögu. Sýningin er opin frá klukkan 13 til 17 frá fimmtudögum til sunnudags fram til 18. desember. holmfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Málverk, skúlptúrar, ljósmyndir og vídeóverk átján listamanna má nú sjá í gömlu Sanitas-verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Internet-galleríið Muses stendur fyrir sýningunni. Átján listamenn úr ólíkum áttum sýna verk sín á þriðju pop-up sýningu internetgallerísins Muses. Nú skýtur galleríið upp kollinum í Sanitas-verksmiðjunni að Köllunarklettsvegi 4. Meðal þess sem þar er að sjá eru málverk eftir Þránd Þórarinsson, Bergþór Morthens og Lindu Ólafsdóttur. Þar eru jafnframt nýjar teikningar eftir Hugleik Dagsson og teikningar sem unnar voru fyrir plötuumslög hljómsveitanna Bloodgroup og Reykjavík! Listamennirnir Örn Tönsberg og Ólafur Darri Guðmundsson vinna verk á veggi rýmisins á meðan á sýningunni stendur. Muses er í grunninn internetgallerí sem opnar sýningar með verkum listamanna sinna öðru hvoru. Rakel Sævarsdóttir hefur rekið Muses frá því haustið 2010. „Grunnhugmyndin á bak við Muses er að safna grasrót íslenskra myndlistarmanna saman á einn stað. Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var í framhaldsnámi í hagnýtri menningarmiðlun og sá að það vantaði sameiginlegan vettvang fyrir grasrótina. Markmiðið hjá mér er að halda áfram að bæta við listamönnum. Þeir þurfa ekki að vera menntaðir frá LHÍ til að komast inn á síðuna. Eina krafan sem ég geri til listamanna er metnaður. Að þeir séu með eitthvað spennandi og ögrandi." Fyrri sýningar Muses áttu sér annars vegar stað í bátaskemmu á Ísafirði, samhliða tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Hins vegar var sýning opnuð í Bakkaskemmu úti á Granda á Menningarnótt. Í báðum tilvikum komu ýmsir listamenn úr öðrum greinum að sýningunum, með tónlist, dansi og gjörningum. Rakel segir þetta form, að reka gallerí á netinu og opna sýningar á sérstökum stöðum í skamman tíma, bjóða upp á mikla möguleika. „Þetta staðlaða form, hvíti kassinn með góðri lýsingu, er kannski ekki í anda grasrótarinnar og hentar henni ekki endilega," segir hún. Sýningin nú er í svipuðum anda og fyrri sýningar, en á laugardaginn næstkomandi klukkan 16 verða óvæntar uppákomur á Köllunarklettsveginum, þar sem dansarar, tónlistarmenn og rithöfundar munu koma við sögu. Sýningin er opin frá klukkan 13 til 17 frá fimmtudögum til sunnudags fram til 18. desember. holmfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira