Grípandi danspopp Rihönnu 24. nóvember 2011 21:00 Söngkonan Rihanna hefur verið á miklu flugi að undanförnu. Hér syngur hún í þættinum X-Factor. nordicphotos/getty Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið. Sjötta hljóðversplata hinnar vinsælu Rihönnu, Talk That Talk, er nýkomin út. R&B-tónlist og danspopp eru áberandi á plötunni, þó svo að stefnur á borð við elektró, house og dubstep komi einnig við sögu. Fyrsta smáskífulagið, We Found Love, er til að mynda kjörið til að setja á fóninn á sjóðheitum dansgólfum skemmtistaða rétt eins og raunin varð með Only Girl (In the World) af plötunni Loud sem kom út fyrir áriRihanna, eða Robyn Rihanna Fenty eins og hún heitir fullu nafni, fæddist á Barbados fyrir 23 árum. Mamma hennar var endurskoðandi og pabbi hennar starfsmaður í vöruhúsi en einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi. Þau skildu þegar Rihanna var 14 ára. Ferill hennar hófst eftir að tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með þarlendri eiginkonu sinni. Þar var honum bent á heimastúlkuna Rihönnu sem þótti afar efnileg. Rogers hefur unnið með N*SYNC, Christinu Aguilera og Kelly Clarkson og hann hjálpaði þessari ungu söngkonu við að gera prufuupptöku og sendi á helstu plötufyrirtækin. Rihanna var kölluð inn í áheyrnarprufu hjá Def Jam Recordings þar sem rapparinn og þáverandi yfirmaður fyrirtækisins, Jay-Z, bauð henni samning á staðnum. Fyrsta plata Rihönnu, Music of the Sun, kom út sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay ofarlega á vinsældarlista. Næsta plata, A Girl Like Me, kom út aðeins átta mánuðum síðar og nutu bæði S.O.S. og Unfaithful mikilla vinsælda. Rihanna breytti um áherslur á þriðju plötunni A Girl Gone Bad. Upptökustjórarnir Timbaland, will.i.am og Sean Garrett föndruðu fyrir hana ferska danstakta á sama tíma og útlit hennar varð djarfara og myrkara og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Lagið Umbrella sló í gegn um heim allan og Rihanna var orðin að megastjörnu. Næsta plata, Rated R., kom út skömmu eftir að Rihanna hætti með popparanum Chris Brown. Hann hafði lamið hana rétt áður en hún átti að koma fram á Grammy-hátíðinni og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr dramatíkinni í kringum atvikið. Síðan þá hefur Rihanna sýnt mikinn styrk. Auk þess að gefa út eigin plötur hefur hún verið dugleg að syngja með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal Kanye West, Coldplay og Nicki Minjai. Annars hefur Talk That Talk fengið miðlungsgóðar viðtökur. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og The Guardian fjórar en NME gefur henni fimm af tíu mögulegum og Pitchfork sex af tíu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið. Sjötta hljóðversplata hinnar vinsælu Rihönnu, Talk That Talk, er nýkomin út. R&B-tónlist og danspopp eru áberandi á plötunni, þó svo að stefnur á borð við elektró, house og dubstep komi einnig við sögu. Fyrsta smáskífulagið, We Found Love, er til að mynda kjörið til að setja á fóninn á sjóðheitum dansgólfum skemmtistaða rétt eins og raunin varð með Only Girl (In the World) af plötunni Loud sem kom út fyrir áriRihanna, eða Robyn Rihanna Fenty eins og hún heitir fullu nafni, fæddist á Barbados fyrir 23 árum. Mamma hennar var endurskoðandi og pabbi hennar starfsmaður í vöruhúsi en einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi. Þau skildu þegar Rihanna var 14 ára. Ferill hennar hófst eftir að tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með þarlendri eiginkonu sinni. Þar var honum bent á heimastúlkuna Rihönnu sem þótti afar efnileg. Rogers hefur unnið með N*SYNC, Christinu Aguilera og Kelly Clarkson og hann hjálpaði þessari ungu söngkonu við að gera prufuupptöku og sendi á helstu plötufyrirtækin. Rihanna var kölluð inn í áheyrnarprufu hjá Def Jam Recordings þar sem rapparinn og þáverandi yfirmaður fyrirtækisins, Jay-Z, bauð henni samning á staðnum. Fyrsta plata Rihönnu, Music of the Sun, kom út sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay ofarlega á vinsældarlista. Næsta plata, A Girl Like Me, kom út aðeins átta mánuðum síðar og nutu bæði S.O.S. og Unfaithful mikilla vinsælda. Rihanna breytti um áherslur á þriðju plötunni A Girl Gone Bad. Upptökustjórarnir Timbaland, will.i.am og Sean Garrett föndruðu fyrir hana ferska danstakta á sama tíma og útlit hennar varð djarfara og myrkara og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Lagið Umbrella sló í gegn um heim allan og Rihanna var orðin að megastjörnu. Næsta plata, Rated R., kom út skömmu eftir að Rihanna hætti með popparanum Chris Brown. Hann hafði lamið hana rétt áður en hún átti að koma fram á Grammy-hátíðinni og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr dramatíkinni í kringum atvikið. Síðan þá hefur Rihanna sýnt mikinn styrk. Auk þess að gefa út eigin plötur hefur hún verið dugleg að syngja með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal Kanye West, Coldplay og Nicki Minjai. Annars hefur Talk That Talk fengið miðlungsgóðar viðtökur. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og The Guardian fjórar en NME gefur henni fimm af tíu mögulegum og Pitchfork sex af tíu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira