Grípandi danspopp Rihönnu 24. nóvember 2011 21:00 Söngkonan Rihanna hefur verið á miklu flugi að undanförnu. Hér syngur hún í þættinum X-Factor. nordicphotos/getty Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið. Sjötta hljóðversplata hinnar vinsælu Rihönnu, Talk That Talk, er nýkomin út. R&B-tónlist og danspopp eru áberandi á plötunni, þó svo að stefnur á borð við elektró, house og dubstep komi einnig við sögu. Fyrsta smáskífulagið, We Found Love, er til að mynda kjörið til að setja á fóninn á sjóðheitum dansgólfum skemmtistaða rétt eins og raunin varð með Only Girl (In the World) af plötunni Loud sem kom út fyrir áriRihanna, eða Robyn Rihanna Fenty eins og hún heitir fullu nafni, fæddist á Barbados fyrir 23 árum. Mamma hennar var endurskoðandi og pabbi hennar starfsmaður í vöruhúsi en einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi. Þau skildu þegar Rihanna var 14 ára. Ferill hennar hófst eftir að tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með þarlendri eiginkonu sinni. Þar var honum bent á heimastúlkuna Rihönnu sem þótti afar efnileg. Rogers hefur unnið með N*SYNC, Christinu Aguilera og Kelly Clarkson og hann hjálpaði þessari ungu söngkonu við að gera prufuupptöku og sendi á helstu plötufyrirtækin. Rihanna var kölluð inn í áheyrnarprufu hjá Def Jam Recordings þar sem rapparinn og þáverandi yfirmaður fyrirtækisins, Jay-Z, bauð henni samning á staðnum. Fyrsta plata Rihönnu, Music of the Sun, kom út sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay ofarlega á vinsældarlista. Næsta plata, A Girl Like Me, kom út aðeins átta mánuðum síðar og nutu bæði S.O.S. og Unfaithful mikilla vinsælda. Rihanna breytti um áherslur á þriðju plötunni A Girl Gone Bad. Upptökustjórarnir Timbaland, will.i.am og Sean Garrett föndruðu fyrir hana ferska danstakta á sama tíma og útlit hennar varð djarfara og myrkara og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Lagið Umbrella sló í gegn um heim allan og Rihanna var orðin að megastjörnu. Næsta plata, Rated R., kom út skömmu eftir að Rihanna hætti með popparanum Chris Brown. Hann hafði lamið hana rétt áður en hún átti að koma fram á Grammy-hátíðinni og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr dramatíkinni í kringum atvikið. Síðan þá hefur Rihanna sýnt mikinn styrk. Auk þess að gefa út eigin plötur hefur hún verið dugleg að syngja með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal Kanye West, Coldplay og Nicki Minjai. Annars hefur Talk That Talk fengið miðlungsgóðar viðtökur. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og The Guardian fjórar en NME gefur henni fimm af tíu mögulegum og Pitchfork sex af tíu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið. Sjötta hljóðversplata hinnar vinsælu Rihönnu, Talk That Talk, er nýkomin út. R&B-tónlist og danspopp eru áberandi á plötunni, þó svo að stefnur á borð við elektró, house og dubstep komi einnig við sögu. Fyrsta smáskífulagið, We Found Love, er til að mynda kjörið til að setja á fóninn á sjóðheitum dansgólfum skemmtistaða rétt eins og raunin varð með Only Girl (In the World) af plötunni Loud sem kom út fyrir áriRihanna, eða Robyn Rihanna Fenty eins og hún heitir fullu nafni, fæddist á Barbados fyrir 23 árum. Mamma hennar var endurskoðandi og pabbi hennar starfsmaður í vöruhúsi en einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi. Þau skildu þegar Rihanna var 14 ára. Ferill hennar hófst eftir að tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með þarlendri eiginkonu sinni. Þar var honum bent á heimastúlkuna Rihönnu sem þótti afar efnileg. Rogers hefur unnið með N*SYNC, Christinu Aguilera og Kelly Clarkson og hann hjálpaði þessari ungu söngkonu við að gera prufuupptöku og sendi á helstu plötufyrirtækin. Rihanna var kölluð inn í áheyrnarprufu hjá Def Jam Recordings þar sem rapparinn og þáverandi yfirmaður fyrirtækisins, Jay-Z, bauð henni samning á staðnum. Fyrsta plata Rihönnu, Music of the Sun, kom út sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay ofarlega á vinsældarlista. Næsta plata, A Girl Like Me, kom út aðeins átta mánuðum síðar og nutu bæði S.O.S. og Unfaithful mikilla vinsælda. Rihanna breytti um áherslur á þriðju plötunni A Girl Gone Bad. Upptökustjórarnir Timbaland, will.i.am og Sean Garrett föndruðu fyrir hana ferska danstakta á sama tíma og útlit hennar varð djarfara og myrkara og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Lagið Umbrella sló í gegn um heim allan og Rihanna var orðin að megastjörnu. Næsta plata, Rated R., kom út skömmu eftir að Rihanna hætti með popparanum Chris Brown. Hann hafði lamið hana rétt áður en hún átti að koma fram á Grammy-hátíðinni og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr dramatíkinni í kringum atvikið. Síðan þá hefur Rihanna sýnt mikinn styrk. Auk þess að gefa út eigin plötur hefur hún verið dugleg að syngja með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal Kanye West, Coldplay og Nicki Minjai. Annars hefur Talk That Talk fengið miðlungsgóðar viðtökur. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og The Guardian fjórar en NME gefur henni fimm af tíu mögulegum og Pitchfork sex af tíu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira