Syngur um íslensku konuna á fyrstu sólóplötunni 23. nóvember 2011 13:30 Valur fékk hugmyndina að plötunni eftir að hann söng í jarðarför ömmu sinnar.Fréttablaðið/stefán Valur var eitt sinn kenndur við hljómsveitina Buttercup, en sendir frá sér fyrstu sólóplötuna á næstunni. Valur segir rólega stemningu á plötunni. „Ég er að vinna með svo miklum snillingum þannig að það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson. Um mánaðamótin kemur út fyrsta sólóplata Vals og hefur hún fengið nafnið Íslenska konan. Valur hefur oft verið kenndur við hljómsveit sína Buttercup, sem naut mikilla vinsælda þegar íslenska sveitaballapoppið var hvað mest áberandi í kringum aldamót. Nú vendir hann kvæði sínu í kross, en tónlistin á sólóplötunni á lítið skylt við fjörugt sveitaballapoppið. „Já, þetta er allt öðruvísi fílingur. Það er rólegheita-rauðvínsstemning yfir þessari plötu – allt í frekar rólegu tempói. Þetta er allt önnur pæling.“ Myndi tónlistin ekki ganga í Njálsbúð? „Nei, ég held ég geti fullyrt það. Ekki nema þá kannski fyrir gamla fólkið,“ segir Valur í léttum dúr. Sagan á bak við titil plötunnar hefst í jarðarför ömmu Vals, þar sem hann flutti einmitt lagið Íslenska konan. „Í kjölfarið fór ég að hugleiða þetta og fékk þá hugmynd að búa til smá þemaplötu um þetta yrkisefni. Það tvinnast allt inn í þetta, hvernig upplifun mín af íslensku konunni hefur verið. Það er ýmislegt sem gerist. Það fylgir henni bæði ljós og myrkur. En aðallega ljós, sem betur fer.“ Valur hefur eytt ári í gerð plötunnar sem átti upphaflega að vera einfaldari en raunin varð. „Það fór að hlaðast utan um hana,“ segir Valur. „Þetta er miklu stærri og flottari plata en ég lagði upp með. Sum lög fengu meiri dýpt en ég hélt að væri mögulegt. Það kom einhver andi yfir menn.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Valur var eitt sinn kenndur við hljómsveitina Buttercup, en sendir frá sér fyrstu sólóplötuna á næstunni. Valur segir rólega stemningu á plötunni. „Ég er að vinna með svo miklum snillingum þannig að það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson. Um mánaðamótin kemur út fyrsta sólóplata Vals og hefur hún fengið nafnið Íslenska konan. Valur hefur oft verið kenndur við hljómsveit sína Buttercup, sem naut mikilla vinsælda þegar íslenska sveitaballapoppið var hvað mest áberandi í kringum aldamót. Nú vendir hann kvæði sínu í kross, en tónlistin á sólóplötunni á lítið skylt við fjörugt sveitaballapoppið. „Já, þetta er allt öðruvísi fílingur. Það er rólegheita-rauðvínsstemning yfir þessari plötu – allt í frekar rólegu tempói. Þetta er allt önnur pæling.“ Myndi tónlistin ekki ganga í Njálsbúð? „Nei, ég held ég geti fullyrt það. Ekki nema þá kannski fyrir gamla fólkið,“ segir Valur í léttum dúr. Sagan á bak við titil plötunnar hefst í jarðarför ömmu Vals, þar sem hann flutti einmitt lagið Íslenska konan. „Í kjölfarið fór ég að hugleiða þetta og fékk þá hugmynd að búa til smá þemaplötu um þetta yrkisefni. Það tvinnast allt inn í þetta, hvernig upplifun mín af íslensku konunni hefur verið. Það er ýmislegt sem gerist. Það fylgir henni bæði ljós og myrkur. En aðallega ljós, sem betur fer.“ Valur hefur eytt ári í gerð plötunnar sem átti upphaflega að vera einfaldari en raunin varð. „Það fór að hlaðast utan um hana,“ segir Valur. „Þetta er miklu stærri og flottari plata en ég lagði upp með. Sum lög fengu meiri dýpt en ég hélt að væri mögulegt. Það kom einhver andi yfir menn.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira