Spilla þýsku liðin fyrir Lundúnaliðunum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Michael Ballack leikur sinn 100. Evrópuleik á móti sínum gömlu félögum í Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira
Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira