Erfiðast að semja textana 22. nóvember 2011 07:00 Þriðja plata Pollapönks er komin í verslanir og á henni er hellingur af hressum lögum fyrir börn og fullorðna. Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum. Spurður út í ástæðuna fyrir vinsældum Pollapönks segir Haraldur Freyr Gíslason að ágæt lög og textar hljóti að leika þar stóra rullu. „Og líka sú breyta að við erum virkilega að hafa gaman af þessu. Við erum ekkert að setja okkur í stellingar þegar við erum að semja lög og texta,“ segir Halli. „Annaðhvort er þetta bara gott lag eða ekki gott lag. Þetta er frábær vettvangur til að búa til popplög, að reyna að ná til svona breiðs hóps.“ Fyrsta plata Pollapönks gerðu þeir Halli og Heiðar Örn Kristjánsson í tengslum við lokaritgerð sína í Kennaraháskólanum. Síðan þá hafa þeir Guðni Finnsson og Arnar Gíslason bæst í hópinn. Á nýju plötunni eru tólf frumsamin lög, þar á meðal Bjartmar sem er tileinkað Bjartmari Guðlaugssyni og einnig hin eldhressu Ættarmót og Hananú. Textarnir eru skemmtilegir sem fyrr en að sögn Halla er mesti höfuðverkurinn að semja þá, enda þurfa þeir að höfða til bæði barna og fullorðinna. Útgáfutónleikar Pollapönks verða í desember. Sveitin spilar næst í íþróttahúsinu í Breiðholti á fimmtudaginn, 29. nóvember verður hún í Edrúhöllinni og 3. desember taka við tónleikar hjá Keili í Reykjanesbæ. Á næsta ári hefur stefnan svo verið sett á leikrit um krakkana í Pollafirði, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá.freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum. Spurður út í ástæðuna fyrir vinsældum Pollapönks segir Haraldur Freyr Gíslason að ágæt lög og textar hljóti að leika þar stóra rullu. „Og líka sú breyta að við erum virkilega að hafa gaman af þessu. Við erum ekkert að setja okkur í stellingar þegar við erum að semja lög og texta,“ segir Halli. „Annaðhvort er þetta bara gott lag eða ekki gott lag. Þetta er frábær vettvangur til að búa til popplög, að reyna að ná til svona breiðs hóps.“ Fyrsta plata Pollapönks gerðu þeir Halli og Heiðar Örn Kristjánsson í tengslum við lokaritgerð sína í Kennaraháskólanum. Síðan þá hafa þeir Guðni Finnsson og Arnar Gíslason bæst í hópinn. Á nýju plötunni eru tólf frumsamin lög, þar á meðal Bjartmar sem er tileinkað Bjartmari Guðlaugssyni og einnig hin eldhressu Ættarmót og Hananú. Textarnir eru skemmtilegir sem fyrr en að sögn Halla er mesti höfuðverkurinn að semja þá, enda þurfa þeir að höfða til bæði barna og fullorðinna. Útgáfutónleikar Pollapönks verða í desember. Sveitin spilar næst í íþróttahúsinu í Breiðholti á fimmtudaginn, 29. nóvember verður hún í Edrúhöllinni og 3. desember taka við tónleikar hjá Keili í Reykjanesbæ. Á næsta ári hefur stefnan svo verið sett á leikrit um krakkana í Pollafirði, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá.freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira