Segir jóga hafa góð áhrif á vinnuna 18. nóvember 2011 12:00 Daði Guðbjörnsson. Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna. „Ég varð mjög hrifinn af því verki þegar ég var að lesa það. Fannst svo spennandi hvað Ódysseifur var týndur lengi á þessu litla svæði, sem bendir til þess að það sé einhver innbyggður villubúnaður í okkur mönnunum, þó að við séum gjörn á það að kenna umhverfinu um villurnar," segir Daði sem sér samsvörun í villum Ódysseifs og Íslendinga í góðærinu. „Svo ratar Ódysseifur vissulega heim en þarf þar að kljást við fólk sem er að reyna að komast yfir eigur hans. Þetta má líka heimfæra upp á Ísland og ástandið hér í dag," segir Daði sem leggur áherslu á að málverkin séu eingöngu innblásin af kviðu Hómers, ekki sé um myndskreytingu að ræða. Daði hefur um árabil lagt stund á Sahajayoga, sem er hugleiðsluyoga. „Sahajayoga hefur haft góð áhrif á sköpunina hjá mér, vinnuna og andlega líðan," segir Daði en vísað er beint eða óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins í nokkrum verkum sýningarinnar.Leiðin til hjartans. Verk eftir Daða frá árinu 2008 sem sjá má á sýningunni.Í tilefni af opnun sýningarinnar Daða gefur Opna út bók um listamanninn ríkulega skreytta myndum og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur rithöfund og listgagnrýnanda. Sýningin stendur til 30. desember. -sbt Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna. „Ég varð mjög hrifinn af því verki þegar ég var að lesa það. Fannst svo spennandi hvað Ódysseifur var týndur lengi á þessu litla svæði, sem bendir til þess að það sé einhver innbyggður villubúnaður í okkur mönnunum, þó að við séum gjörn á það að kenna umhverfinu um villurnar," segir Daði sem sér samsvörun í villum Ódysseifs og Íslendinga í góðærinu. „Svo ratar Ódysseifur vissulega heim en þarf þar að kljást við fólk sem er að reyna að komast yfir eigur hans. Þetta má líka heimfæra upp á Ísland og ástandið hér í dag," segir Daði sem leggur áherslu á að málverkin séu eingöngu innblásin af kviðu Hómers, ekki sé um myndskreytingu að ræða. Daði hefur um árabil lagt stund á Sahajayoga, sem er hugleiðsluyoga. „Sahajayoga hefur haft góð áhrif á sköpunina hjá mér, vinnuna og andlega líðan," segir Daði en vísað er beint eða óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins í nokkrum verkum sýningarinnar.Leiðin til hjartans. Verk eftir Daða frá árinu 2008 sem sjá má á sýningunni.Í tilefni af opnun sýningarinnar Daða gefur Opna út bók um listamanninn ríkulega skreytta myndum og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur rithöfund og listgagnrýnanda. Sýningin stendur til 30. desember. -sbt
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira