Læsileg frásögn en brotakennd Jón Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2011 13:00 Íslenskir kommúnistar 1918 - 1998 eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Bækur. Íslenskir kommúnistar 1918-1998. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Almenna bókafélagið. Bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um íslenska kommúnista er læsileg frásögn, prýdd fjölda mynda og krydduð skemmtilegum arfsögnum. Kaflar eru stuttir og efnið streymir létt fram. Þetta er myndarleg bók og vel gerð, fáar ritvillur og útlit gott. Þetta er mikið verk, rúmlega 600 blaðsíður, og rækilegar eftirmálsgreinar, heimilda- og nafnaskrár. Þetta er persónusaga forystuhóps kommúnista og vinstri-sósíalista á Íslandi. Hér er ekki greining á aðstæðum sem færðu hópnum stuðning 7-9 prósenta kjósenda á 3. áratugnum og allt að 20 prósent á eftirstríðsárunum. Á þessu tímabili rísa kommúnistar til forystu í samtökum launamanna og öðlast tiltrú verulegs hluta mennta- og listamanna þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn var lengi þjóðnýtingar- og skipulagshyggjuflokkur. Á því skeiði nutu kommúnistar og jafnaðarmenn stuðnings tæplega þriðja hvers kjósanda á Íslandi. Þessu réðu ástæður í samfélagsaðstöðu og kjörum alþýðu. Dagsbrúnarmenn mótaðir af harðri lífreynslu hefðu aldrei látið teyma sig eftir menntafólki með fræðikenningar um byltingu ef engar heima-ástæður hefðu komið til. En þetta er önnur saga. Hér renna mannamyndirnar og smásögurnar fram í læsilegu yfirliti. Höfundur dregur margar mannamyndir skýrum dráttum. Flestar skipta máli í alvarlegri sögu. Annað er smámunir, fyndni og nokkur ósmekkleg dæmi. En í þessari sagnasýningu er lesanda haldið við efnið um leið: við hræðilega alvöru mannkynssögunnar á 20. öld og blóði drifinn hryllingsferil kommúnismans. Miklu rými er varið í félagsmál kommúnista, klíkudeilur, innri árekstra og stefnubreytingar. Raktar eru opinberar umræður og deilur, rangfærslur, áróður, skammir og rógburður. Lýst er fylgispektinni við Ráðstjórnarríkin, skýrslugerð, ferðaboðum, fjárstuðningi og fyrirmælum. Og hvarvetna er reynt að setja söguhetjur og andhetjur í fyrirrúm. Halldór Kiljan Laxness kemur víða við sögu. Sögð er saga af Þjóðverja sem á ekki erindi hér. Þessi áhersla á einstaklingana lífgar frásögnina en umdeilt er hve vel slík söguskoðun hæfir viðfangsefninu. Frásögnin er hröð og efnismagn feiknarlegt. Höfundur á létt með að hrífa lesandann með sér. Það þarf að staldra við til að greina forsendur hans. Aðeins þrjú dæmi skulu tekin. Á blaðsíðu 71 segir: „Eitt helsta baráttumál kommúnista var að taka samningsréttinn af einstökum verkamönnum og fela hann einu verkamannafélagi á hverjum stað". Þetta er rétt en minnir ekki á ráðandi aðstæður, sem einkenndust af grófu misvægi aðila. Á blaðsíðu 193 segir að „langrækni forystumanna Alþýðuflokksins" hafi „átt sinn þátt í því" að kommúnistar og vinstri-sósíalistar urðu sterkari en jafnaðarmenn. Vafalaust vilja ýmsir ræða þetta. Á blaðsíðu 520 er nýr borgarstjóri metinn eftir uppröðun mynda í Höfða og afskiptum kaupsýslumanns. Margir munu draga þetta í efa. Höfundur er opinskár um eigin afstöðu til manna og málefna. Lesandi skynjar að hér eru metin jöfnuð og minnt á hvað hverjir sögðu og gerðu og hverjir höfðu rétt fyrir sér og hverjir ekki. Sums staðar eflist frásagnargleði höfundarins við þetta og þá hefur þetta góð áhrif á verkið. Á nokkrum stöðum mun þó rækilega í lagt. Auðvitað hefur verkið sínar takmarkanir. Mannlýsingar í fáum orðum og með stuttum smáfrásögnum verða óhjákvæmilega brotakenndar. Þeir sem muna Jóhannes úr Kötlum, Sverri Kristjánsson, Einar Olgeirsson, Kristin E. Andrésson, Sigfús Daðason, Jón Rafnsson, Inga R. Helgason, Guðmund Ágústsson og ýmsa fleiri kannast við drætti í myndunum hér, en allt aðrir kostir þessara manna hafa þó orðið minnisstæðari og hugstæðari. Grundvallarkenning verksins er að hlýðni við boð frá Moskvu hafi öllu ráðið um störf íslenskra kommúnista og vinstri-sósíalista fyrr og síðar. Þessi kenning verður ekki staðfest nema með rækilegum samanburði við aðra áhrifaþætti, heima-ástæður og samfélagsþróun, auk erlendra samskipta í öðrum flokkum á sama tíma. Þeir sem til þekkja efast til dæmis um það að þjóðrækni Einars Olgeirssonar og Kristins E. Andréssonar hafi verið yfirskin eitt. Niðurstaða: Þessi læsilega frásögn segir persónusögu forystuhóps með þeirri grundvallarkenningu að hlýðni við boð frá Moskvu hafi ráðið öllu fyrr og síðar. Kenningin var ekki staðfest. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Íslenskir kommúnistar 1918-1998. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Almenna bókafélagið. Bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um íslenska kommúnista er læsileg frásögn, prýdd fjölda mynda og krydduð skemmtilegum arfsögnum. Kaflar eru stuttir og efnið streymir létt fram. Þetta er myndarleg bók og vel gerð, fáar ritvillur og útlit gott. Þetta er mikið verk, rúmlega 600 blaðsíður, og rækilegar eftirmálsgreinar, heimilda- og nafnaskrár. Þetta er persónusaga forystuhóps kommúnista og vinstri-sósíalista á Íslandi. Hér er ekki greining á aðstæðum sem færðu hópnum stuðning 7-9 prósenta kjósenda á 3. áratugnum og allt að 20 prósent á eftirstríðsárunum. Á þessu tímabili rísa kommúnistar til forystu í samtökum launamanna og öðlast tiltrú verulegs hluta mennta- og listamanna þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn var lengi þjóðnýtingar- og skipulagshyggjuflokkur. Á því skeiði nutu kommúnistar og jafnaðarmenn stuðnings tæplega þriðja hvers kjósanda á Íslandi. Þessu réðu ástæður í samfélagsaðstöðu og kjörum alþýðu. Dagsbrúnarmenn mótaðir af harðri lífreynslu hefðu aldrei látið teyma sig eftir menntafólki með fræðikenningar um byltingu ef engar heima-ástæður hefðu komið til. En þetta er önnur saga. Hér renna mannamyndirnar og smásögurnar fram í læsilegu yfirliti. Höfundur dregur margar mannamyndir skýrum dráttum. Flestar skipta máli í alvarlegri sögu. Annað er smámunir, fyndni og nokkur ósmekkleg dæmi. En í þessari sagnasýningu er lesanda haldið við efnið um leið: við hræðilega alvöru mannkynssögunnar á 20. öld og blóði drifinn hryllingsferil kommúnismans. Miklu rými er varið í félagsmál kommúnista, klíkudeilur, innri árekstra og stefnubreytingar. Raktar eru opinberar umræður og deilur, rangfærslur, áróður, skammir og rógburður. Lýst er fylgispektinni við Ráðstjórnarríkin, skýrslugerð, ferðaboðum, fjárstuðningi og fyrirmælum. Og hvarvetna er reynt að setja söguhetjur og andhetjur í fyrirrúm. Halldór Kiljan Laxness kemur víða við sögu. Sögð er saga af Þjóðverja sem á ekki erindi hér. Þessi áhersla á einstaklingana lífgar frásögnina en umdeilt er hve vel slík söguskoðun hæfir viðfangsefninu. Frásögnin er hröð og efnismagn feiknarlegt. Höfundur á létt með að hrífa lesandann með sér. Það þarf að staldra við til að greina forsendur hans. Aðeins þrjú dæmi skulu tekin. Á blaðsíðu 71 segir: „Eitt helsta baráttumál kommúnista var að taka samningsréttinn af einstökum verkamönnum og fela hann einu verkamannafélagi á hverjum stað". Þetta er rétt en minnir ekki á ráðandi aðstæður, sem einkenndust af grófu misvægi aðila. Á blaðsíðu 193 segir að „langrækni forystumanna Alþýðuflokksins" hafi „átt sinn þátt í því" að kommúnistar og vinstri-sósíalistar urðu sterkari en jafnaðarmenn. Vafalaust vilja ýmsir ræða þetta. Á blaðsíðu 520 er nýr borgarstjóri metinn eftir uppröðun mynda í Höfða og afskiptum kaupsýslumanns. Margir munu draga þetta í efa. Höfundur er opinskár um eigin afstöðu til manna og málefna. Lesandi skynjar að hér eru metin jöfnuð og minnt á hvað hverjir sögðu og gerðu og hverjir höfðu rétt fyrir sér og hverjir ekki. Sums staðar eflist frásagnargleði höfundarins við þetta og þá hefur þetta góð áhrif á verkið. Á nokkrum stöðum mun þó rækilega í lagt. Auðvitað hefur verkið sínar takmarkanir. Mannlýsingar í fáum orðum og með stuttum smáfrásögnum verða óhjákvæmilega brotakenndar. Þeir sem muna Jóhannes úr Kötlum, Sverri Kristjánsson, Einar Olgeirsson, Kristin E. Andrésson, Sigfús Daðason, Jón Rafnsson, Inga R. Helgason, Guðmund Ágústsson og ýmsa fleiri kannast við drætti í myndunum hér, en allt aðrir kostir þessara manna hafa þó orðið minnisstæðari og hugstæðari. Grundvallarkenning verksins er að hlýðni við boð frá Moskvu hafi öllu ráðið um störf íslenskra kommúnista og vinstri-sósíalista fyrr og síðar. Þessi kenning verður ekki staðfest nema með rækilegum samanburði við aðra áhrifaþætti, heima-ástæður og samfélagsþróun, auk erlendra samskipta í öðrum flokkum á sama tíma. Þeir sem til þekkja efast til dæmis um það að þjóðrækni Einars Olgeirssonar og Kristins E. Andréssonar hafi verið yfirskin eitt. Niðurstaða: Þessi læsilega frásögn segir persónusögu forystuhóps með þeirri grundvallarkenningu að hlýðni við boð frá Moskvu hafi ráðið öllu fyrr og síðar. Kenningin var ekki staðfest.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira