Akkúrat rétta umgjörðin 18. nóvember 2011 06:00 Öllu verður tjaldað til hjá Todmobile í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verður kór og strengjasveit. fréttablaðið/stefán Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. „Ég fullyrði það að þetta hlýtur að vera einn af bestu hljómleikasölum í að minnsta kosti Evrópu. Þetta er akkúrat umgjörðin sem Todmobile kallar á,“ segir gítarleikarinn og upptökustjórinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um tónleikana í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verða velflestir meðlimir og hjálparkokkar Todmobile í gegnum tíðina auk strengjasveitar og kórs. Heimkynni Íslensku óperunnar eru einmitt í Eldborgarsalnum en Todmobile hélt lengi vel árlega tónleika sína í Íslensku óperunni. Má því segja að hljómsveitin verði á heimavelli í kvöld. Ferill Todmobile spannar 22 ár með vinsælum lögum á borð við Brúðkaupslagið, Pöddulagið, Stelpurokk og Stúlkan. Nýja platan er sú sjöunda í röðinni og nefnist einfaldlega 7 en fimm ár eru liðin síðan sú síðasta, Ópus 6, kom út. Aðspurður segist Þorvaldur Bjarni vera mjög ánægður með gripinn „Ég tek alltaf mix-þunglyndið og hlusta ekki á plötuna í eitt og hálft ár þegar ég er búinn að klára hana en ég er bara í mjög góðum fíling núna. Ég er rosaspenntur fyrir að leyfa okkar fólki að heyra nýju lögin.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson gekk nýverið til liðs við Todmobile, enda Eyþór Arnalds upptekinn í stjórnmálastússi, og er Þorvaldur Bjarni ánægður með liðsstyrkinn. „Ég er ánægður og líka stoltur af því að hér erum við með einn albesta yngri söngvara sem komið hefur fram síðustu ár.“ Fyrstu tónleikar Eyþórs Inga voru á Græna hattinum en sá staður er í miklum metum hjá Þorvaldi Bjarna og félögum. „Eyþór var með Andreu í Rocky Horror. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gæti ekki hlustað á þetta í tvo daga og mætt. Hann gerði það og gjörsamlega vafði fólki um fingur sér.“ Tónlist Todmobile er samin með tvo söngvara í huga og Þorvaldi finnst Eyþór Ingi og Andrea ná vel saman. „Það eru einhverjir töfrar á milli þeirra sem er frekar sjaldgæft. Þau njóta sín svo vel á sviðinu og upphefja hvort annað.“ freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. „Ég fullyrði það að þetta hlýtur að vera einn af bestu hljómleikasölum í að minnsta kosti Evrópu. Þetta er akkúrat umgjörðin sem Todmobile kallar á,“ segir gítarleikarinn og upptökustjórinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um tónleikana í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verða velflestir meðlimir og hjálparkokkar Todmobile í gegnum tíðina auk strengjasveitar og kórs. Heimkynni Íslensku óperunnar eru einmitt í Eldborgarsalnum en Todmobile hélt lengi vel árlega tónleika sína í Íslensku óperunni. Má því segja að hljómsveitin verði á heimavelli í kvöld. Ferill Todmobile spannar 22 ár með vinsælum lögum á borð við Brúðkaupslagið, Pöddulagið, Stelpurokk og Stúlkan. Nýja platan er sú sjöunda í röðinni og nefnist einfaldlega 7 en fimm ár eru liðin síðan sú síðasta, Ópus 6, kom út. Aðspurður segist Þorvaldur Bjarni vera mjög ánægður með gripinn „Ég tek alltaf mix-þunglyndið og hlusta ekki á plötuna í eitt og hálft ár þegar ég er búinn að klára hana en ég er bara í mjög góðum fíling núna. Ég er rosaspenntur fyrir að leyfa okkar fólki að heyra nýju lögin.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson gekk nýverið til liðs við Todmobile, enda Eyþór Arnalds upptekinn í stjórnmálastússi, og er Þorvaldur Bjarni ánægður með liðsstyrkinn. „Ég er ánægður og líka stoltur af því að hér erum við með einn albesta yngri söngvara sem komið hefur fram síðustu ár.“ Fyrstu tónleikar Eyþórs Inga voru á Græna hattinum en sá staður er í miklum metum hjá Þorvaldi Bjarna og félögum. „Eyþór var með Andreu í Rocky Horror. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gæti ekki hlustað á þetta í tvo daga og mætt. Hann gerði það og gjörsamlega vafði fólki um fingur sér.“ Tónlist Todmobile er samin með tvo söngvara í huga og Þorvaldi finnst Eyþór Ingi og Andrea ná vel saman. „Það eru einhverjir töfrar á milli þeirra sem er frekar sjaldgæft. Þau njóta sín svo vel á sviðinu og upphefja hvort annað.“ freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira