Langdregin vessaveisla Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. nóvember 2011 15:00 The Human Centipede 2. Bíó. The Human Centipede 2. Leikstjóri: Tom Six. Leikarar: Laurence R. Harvey, Ashlynn Yennie, Vivien Bridson. Hollenski leikstjórinn Tom Six hefur enn ekki komist af þermistiginu og slengir hér framan í áhorfendur öðrum hluta í þríleik sínum um hina mennsku margfætlu. Í fyrstu myndinni hlífði hann okkur við grafískum skotum af blóði og hægðum, en nú er komið að skuldadögum og vessarnir hreinlega leka af tjaldinu í þessari ógeðfelldu framhaldsmynd. Dvergvaxni málleysinginn Martin stúderar fyrstu myndina í þaula á meðan hann fullnægir sér með sandpappír utan um lókinn. Hann safnar fórnarlömbum til þess að búa til sína eigin margfætlu, en hann ætlar að sauma saman 12 manns í það heila. Minna má það nú ekki vera. Öllu er tjaldað til svo myndin sé sem mest sjokkerandi. Við sjáum fyrrnefndu blóðugu sjálfsfróunarsenuna, óléttri konu misþyrmt, tennur slegnar úr munni með hamri, gaddavírsnauðgun, svo ekki sé minnst á alla leðjuna sem rennur afturenda og munna á milli. Allt væri þetta tiltölulega gott og blessað ef myndin væri ekki svona hryllilega illa gerð og leiðinleg. Að misbjóða áhorfendum sínum með ofbeldi og úrkynjun er eitt, en að láta þeim drepleiðast allan tímann er óafsakanlegt. Niðurstaða: Langdregin og húmorslaus vessaveisla sem höfðar ekki einu sinni til markhóps síns, hryllingsmyndaáhugafólks. Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. The Human Centipede 2. Leikstjóri: Tom Six. Leikarar: Laurence R. Harvey, Ashlynn Yennie, Vivien Bridson. Hollenski leikstjórinn Tom Six hefur enn ekki komist af þermistiginu og slengir hér framan í áhorfendur öðrum hluta í þríleik sínum um hina mennsku margfætlu. Í fyrstu myndinni hlífði hann okkur við grafískum skotum af blóði og hægðum, en nú er komið að skuldadögum og vessarnir hreinlega leka af tjaldinu í þessari ógeðfelldu framhaldsmynd. Dvergvaxni málleysinginn Martin stúderar fyrstu myndina í þaula á meðan hann fullnægir sér með sandpappír utan um lókinn. Hann safnar fórnarlömbum til þess að búa til sína eigin margfætlu, en hann ætlar að sauma saman 12 manns í það heila. Minna má það nú ekki vera. Öllu er tjaldað til svo myndin sé sem mest sjokkerandi. Við sjáum fyrrnefndu blóðugu sjálfsfróunarsenuna, óléttri konu misþyrmt, tennur slegnar úr munni með hamri, gaddavírsnauðgun, svo ekki sé minnst á alla leðjuna sem rennur afturenda og munna á milli. Allt væri þetta tiltölulega gott og blessað ef myndin væri ekki svona hryllilega illa gerð og leiðinleg. Að misbjóða áhorfendum sínum með ofbeldi og úrkynjun er eitt, en að láta þeim drepleiðast allan tímann er óafsakanlegt. Niðurstaða: Langdregin og húmorslaus vessaveisla sem höfðar ekki einu sinni til markhóps síns, hryllingsmyndaáhugafólks.
Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira