Tónlistarmennirnir og félagarnir Ragnar Bjarnason og Erpur Eyvindarson auglýsa saman kaffi á skjáum landsmanna þessa dagana. Í auglýsingunum kafa þeir ofan í mannlegt eðli og í einni skýtur upp kollinum vísun í kunnuglegan sjónvarpsþátt.
Erpur segir Ragnari að um 90 prósent þjóðarinnar sé óstefnumótahæf og Ragnar virðist hissa á því. Er þetta samtal nánast afritað úr frægum Seinfeld-þætti þar sem Seinfeld sjálfur lýsti þessu yfir með miklum tilþrifum.
Erpur og Raggi beita Seinfeld-brellu
