Rapparinn Kanye West bauð á dögunum öllu starfsfólki Mercer-hótelsins í New York á fyrstu tónleikana í tónleikaferð sem fylgir eftir plötunni Watch the Throne.
Var West að þakka fyrir gestrisni hótelsins, sem lagði hæð undir West og rapparann Jay-Z þegar þeir voru að klára plötuna. Hljóðver var innréttað á hæðinni og West var augljóslega ánægður með það.
Ekki var nóg með að starfsfólkinu væri boðið á tónleikana því West leigði sérstaka partírútu sem skutlaði fólkinu fram og til baka.
Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við eitt aðallag plötunnar, Otis.
Lífið