Miklar væntingar til Hjálma Kjartan Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2011 09:00 Órar með Hjálmum. Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira