Kynlíf með ofurhetjum Sigga Dögg skrifar 4. nóvember 2011 20:00 Hrekkjavakan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Undirrituð lætur þetta tilefni til hlutverkaleiks ekki fram hjá sér fara enda er þetta einstakt tækifæri til þess að uppfylla „fantasíur“ um annan veruleika. Það er mín skoðun að það að klæða sig í búning leyfi manni að vera önnur útgáfa af sjálfum sér. Það opnar fyrir einhvern leynilegan hluta af manni sem liggur í dvala alla hina dagana. Fyrsti búningurinn sem ég man eftir að klæðast var He-Man. Það kemur kannski ekki á óvart enda hlýtur það að vera draumur hvers barns að vera með ofurkrafta og ferðast um á tígrisdýri. Þegar leið á fullorðinsárin breyttust valmöguleikarnir. Þemað fór frá barnslegri dýrkun á yfirskilvitlegum kröftum, og í einkennisbúninga ýmissa starfsstétta. Búningurinn var með breyttum áherslum því hann varð að vera þrengri og með „slutty“ áherslum. Hjúkrunarfræðingur er ekki bara „hjúkka“ heldur glyðruleg hjúkka þar sem sloppurinn er styttur, sokkaböndin látin líða eftir lærinu og hálsmálið er myndarlega flegið. Með þessu breytist möguleg merking fantasíunnar og það má spyrja sig hvort þetta sé fantasía þeirrar sem klæðist búningunum eða hinna í kring. Það má fara í marga hringi með pælingar um kynlífsmenningu og af hverju það virðast oftast vera konur sem fara í þennan glyðruleik, en þessi pistill er ekki um það. Hann er um endurvakningu hlutverkaleiks. Mér hefur stundum fundist fólk gleyma því að búningnum fylgi ákveðnar væntingar. Það er líkt og búningurinn verði einungis afsökunin til að vera glyðrulega klædd. Hátíðin gefi leyfi til að klæðast fatnaði sem annars gæti talist ósmekklegur. Hver svo sem hvati fólks er fyrir ákveðnum búningum finnst mér að það eigi að skoða valið nánar og fara lengra með það. Ég legg til að búningurinn og öll merking sem honum fylgir verði endurnýttur í kynlífsleik með sérstakri áherslu á hlutverkaleik. Er sá sem velur sér hjúkrunarbúning með löngun til að dekra við kynlífsfélagann og strjúka með alúð og blíðu? Við erum öll að reyna að brjótast út úr skelinni svo að þetta tilefni er ágætis byrjun, þó ekki sé nema þennan eina dag. En ef þér leiðist og langar að taka fantasíuna lengra er þetta kjörið tækifæri til að leyfa þér að taka töfra búningsins og alls þess sem hann táknar inn í hversdaginn. Þú skalt geyma búninginn á áberandi stað í fataskápnum, æfa þig í hlutverkinu sem honum fylgir og bragðbæta þannig lífið með smá erótísku leiklistarkryddi. Þetta kryddar lífið, enda dreymir allar ofurhetjur um kynlíf með hversdagshetju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Hrekkjavakan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Undirrituð lætur þetta tilefni til hlutverkaleiks ekki fram hjá sér fara enda er þetta einstakt tækifæri til þess að uppfylla „fantasíur“ um annan veruleika. Það er mín skoðun að það að klæða sig í búning leyfi manni að vera önnur útgáfa af sjálfum sér. Það opnar fyrir einhvern leynilegan hluta af manni sem liggur í dvala alla hina dagana. Fyrsti búningurinn sem ég man eftir að klæðast var He-Man. Það kemur kannski ekki á óvart enda hlýtur það að vera draumur hvers barns að vera með ofurkrafta og ferðast um á tígrisdýri. Þegar leið á fullorðinsárin breyttust valmöguleikarnir. Þemað fór frá barnslegri dýrkun á yfirskilvitlegum kröftum, og í einkennisbúninga ýmissa starfsstétta. Búningurinn var með breyttum áherslum því hann varð að vera þrengri og með „slutty“ áherslum. Hjúkrunarfræðingur er ekki bara „hjúkka“ heldur glyðruleg hjúkka þar sem sloppurinn er styttur, sokkaböndin látin líða eftir lærinu og hálsmálið er myndarlega flegið. Með þessu breytist möguleg merking fantasíunnar og það má spyrja sig hvort þetta sé fantasía þeirrar sem klæðist búningunum eða hinna í kring. Það má fara í marga hringi með pælingar um kynlífsmenningu og af hverju það virðast oftast vera konur sem fara í þennan glyðruleik, en þessi pistill er ekki um það. Hann er um endurvakningu hlutverkaleiks. Mér hefur stundum fundist fólk gleyma því að búningnum fylgi ákveðnar væntingar. Það er líkt og búningurinn verði einungis afsökunin til að vera glyðrulega klædd. Hátíðin gefi leyfi til að klæðast fatnaði sem annars gæti talist ósmekklegur. Hver svo sem hvati fólks er fyrir ákveðnum búningum finnst mér að það eigi að skoða valið nánar og fara lengra með það. Ég legg til að búningurinn og öll merking sem honum fylgir verði endurnýttur í kynlífsleik með sérstakri áherslu á hlutverkaleik. Er sá sem velur sér hjúkrunarbúning með löngun til að dekra við kynlífsfélagann og strjúka með alúð og blíðu? Við erum öll að reyna að brjótast út úr skelinni svo að þetta tilefni er ágætis byrjun, þó ekki sé nema þennan eina dag. En ef þér leiðist og langar að taka fantasíuna lengra er þetta kjörið tækifæri til að leyfa þér að taka töfra búningsins og alls þess sem hann táknar inn í hversdaginn. Þú skalt geyma búninginn á áberandi stað í fataskápnum, æfa þig í hlutverkinu sem honum fylgir og bragðbæta þannig lífið með smá erótísku leiklistarkryddi. Þetta kryddar lífið, enda dreymir allar ofurhetjur um kynlíf með hversdagshetju.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun