Alltaf hægt að fá nýtt lán Elísabet Brekkan skrifar 3. nóvember 2011 12:00 "Þvílík leikgleði og þvílíkt listaverk,“ segir í leikdómi um sýningu Borgarleikhússins. Leikhús. Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekov. Borgarleikhúsið. Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Pétur Einarsson, Valur Freyr Einarsson, Theodór Júlíusson, Alexía Björg Jóhannesdóttir. Hljómsveit: Leifur Jónsson, Óttar Sæmundsen, Sigtryggur Baldursson. Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Leifur, Óttar og Sigtryggur. Hljóðmynd: Thorbjörn Knudsen. Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir. Þýðing: Jónas Kristjánsson. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Kirsuberjagarðurinn var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudaginn var. Þvílík leikgleði og þvílíkt listaverk. Kirsuberjagarðurinn er síðasta verk meistara Tsjekovs og var það frumflutt í Listaleikhúsinu í Moskvu árið 1904 rétt fyrir andlát hans. Stanislavskij mun líklega hafa valið aðra leið en þá sem Hilmir Snær fór hér því alvarleikinn og raunsæið réði þar ríkjum meðan gáskafullur leikstíll þar sem húmorinn kraumar alltaf undir þó alvarleikinn sé á tungubroddinum var aðferðin sem hér var notuð. Reyndar var Tsjekov hundóánægður með uppfærsluna í Moskvu forðum. Kirsuberjagarður Tsjekovs er tragíkómedía um tímabil, og samfélagsskipan sem er að líða undir lok þar sem angurværðin og dekur kemur í veg fyrir framtíðartrú í nýja skipulaginu. Óðalssetrið og kirsuberjagarður hans er gamla Rússland og þegar axarhljóð heyrast og tré sem falla í lokaatriðinu er greinilegt að nýr tími er tekinn við. Rússar hafa alltaf elskað París og á skáldið Majakovskij að hafa sagt eitthvað á þessa leið: Ég myndi vilja lifa og deyja í Parísarborg ef Moskva væri ekki til! Hin blanka rússneska yfirstétt elskar París og reynir að tala frönsku, aðalpersónan í Kirsuberjagarðinum er engin undantekning. Ljúba Ranevskaja sem eytt hefur auði sínum og sólundað öllu sem hún erfði snýr heim eftir Parísardvöl. Fósturdóttir hennar Varja hefur lyklavöldin á óðalssetrinu og spennir sig upp í að hafa alltaf alveg óhemju mikið að gera. Ljúba átti peninga þegar hún fór en kemur slypp og snauð til baka. Sömu sögu er að segja um bróður hennar Leonid Andreevitsj sem er billjardspilandi iðjuleysingi. Þrátt fyrir að dagurinn þegar greiða á vextina nálgist lifa allir í einhverri áhyggjulausri værukærð eins og hægt væri að stroka tölustafina út af reikningunum. Í stað þess að horfast í augu við sannleikann er bara spjallað um ný lán eða kannski arf. En slíkt hjal eru draumórar einir. Kirsuberjagarðurinn verður eins og tákn um hið fullkomna góða og þægilega líf. Í þessari uppfærslu er gleðin við völd þó að tárin fái nú líka að renna í stríðum straumum. Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki hinnar dansandi Ljúbu var hreint frábær með fyrirvararlausar karakterssveiflur sem lýstu vel hennar dyntótta geði. Ljúba er ekki aðeins ábyrgðarlaus heldur hegðar hún sér svona til að drekkja sorginni yfir dauða barnsins síns. Bróður hennar, sem var svo mikill aðalsmaður að hann gat ekki klætt sig sjálfur, túlkaði Þröstur Leó Gunnarsson af snilld. Hann vælir og hann skælir og salurinn emjar af hlátri. Gamla þjóninn Firs túlkar Pétur Einarsson á eftirminnilegan hátt, er svo gamall og úr sér genginn að hann stendur varla undir sjálfum sér þegar hann er að bera fram veigar sem alltaf virðist vera nóg til af. Lokasenan þegar hann er einn skilinn eftir er með öðrum hætti en vanalega, í stað þess að slökkva öll ljós leggst hann upp í rúm og deyr við undirleik hljóðfæraleikaranna. Dansatriðin í sýningunni voru svo mögnuð að þau komu öllum salnum í sveiflu. Ilmur Kristjánsdóttir sem fer með hlutverk Vörju sem elskar Lopathkin hinn nýríka sem kaupir að lokum Kirsuberjagarðinn, nær að gæða hana lífi sem hlægilega iðinni býflugu þannig að þegar Lophatkin stynur ekki upp bónorðinu í þeirra miklu ástardramasenu liggur við að maður skilji hann þar sem persónan Varja var jú létt óþolandi. Þarna tekur galsaleikurinn aðeins yfir hina viðkvæmu strengi verksins. Rúnar Freyr Gíslason leikur Lopathkin með mikilli festu og er má segja sá eini sem horfist í augu við raunveruleikann og skilar hann því af miklum trúverðugleika og búningar hans undirstrika vel karakterinn. Kennslukonuna Charlottu sem Alexía Björg Jóhannesdóttir túlkar á miklum þeytingi var sprenghlægileg með sín töfrabrögð baðandi út öllum öngum. Guðjón Davíð Karlsson lék eilífðarstúdentinn og má kannski segja að hann hafi verið gerður full trúðslegur, en sem slíkur var hann góður. Reyndar var leikarahópurinn allur svo góður að fullt hús stjarna er þeim öllum ætlað. Tónlistarmennirnir þrír, þeir Leifur Jónsson, Óttar Sæmundsen og Sigtryggur Baldursson, áttu ekki síður þátt í að gera leikinn eftirminnilegan þar sem þeir eltu persónurnar uppi og með tónum undirstrikuðu líðan þeirra. Leikmynd Höllu Gunnarsdóttur var hreint heillandi, möguleikar til að spranga milli hæða og þeytast inn og út um hliðarganga gáfu húsinu meiri dýpt og hjálpaði hugmyndafluginu að mála heilmikið stórhýsi. Fyrir svo utan þegar unga parið var allt í einu komið upp í tunglið í rómantískri rólu. Búningarnir, einkum Ljúbu, voru mjög skemmtilegir, áhrifin frá Rússum en engar kórréttar skírskotanir, heldur bara mjög smart. Niðurstaða: Frábærlega unnin sýning fyrir alla fjölskylduna. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús. Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekov. Borgarleikhúsið. Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Pétur Einarsson, Valur Freyr Einarsson, Theodór Júlíusson, Alexía Björg Jóhannesdóttir. Hljómsveit: Leifur Jónsson, Óttar Sæmundsen, Sigtryggur Baldursson. Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Leifur, Óttar og Sigtryggur. Hljóðmynd: Thorbjörn Knudsen. Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir. Þýðing: Jónas Kristjánsson. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Kirsuberjagarðurinn var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudaginn var. Þvílík leikgleði og þvílíkt listaverk. Kirsuberjagarðurinn er síðasta verk meistara Tsjekovs og var það frumflutt í Listaleikhúsinu í Moskvu árið 1904 rétt fyrir andlát hans. Stanislavskij mun líklega hafa valið aðra leið en þá sem Hilmir Snær fór hér því alvarleikinn og raunsæið réði þar ríkjum meðan gáskafullur leikstíll þar sem húmorinn kraumar alltaf undir þó alvarleikinn sé á tungubroddinum var aðferðin sem hér var notuð. Reyndar var Tsjekov hundóánægður með uppfærsluna í Moskvu forðum. Kirsuberjagarður Tsjekovs er tragíkómedía um tímabil, og samfélagsskipan sem er að líða undir lok þar sem angurværðin og dekur kemur í veg fyrir framtíðartrú í nýja skipulaginu. Óðalssetrið og kirsuberjagarður hans er gamla Rússland og þegar axarhljóð heyrast og tré sem falla í lokaatriðinu er greinilegt að nýr tími er tekinn við. Rússar hafa alltaf elskað París og á skáldið Majakovskij að hafa sagt eitthvað á þessa leið: Ég myndi vilja lifa og deyja í Parísarborg ef Moskva væri ekki til! Hin blanka rússneska yfirstétt elskar París og reynir að tala frönsku, aðalpersónan í Kirsuberjagarðinum er engin undantekning. Ljúba Ranevskaja sem eytt hefur auði sínum og sólundað öllu sem hún erfði snýr heim eftir Parísardvöl. Fósturdóttir hennar Varja hefur lyklavöldin á óðalssetrinu og spennir sig upp í að hafa alltaf alveg óhemju mikið að gera. Ljúba átti peninga þegar hún fór en kemur slypp og snauð til baka. Sömu sögu er að segja um bróður hennar Leonid Andreevitsj sem er billjardspilandi iðjuleysingi. Þrátt fyrir að dagurinn þegar greiða á vextina nálgist lifa allir í einhverri áhyggjulausri værukærð eins og hægt væri að stroka tölustafina út af reikningunum. Í stað þess að horfast í augu við sannleikann er bara spjallað um ný lán eða kannski arf. En slíkt hjal eru draumórar einir. Kirsuberjagarðurinn verður eins og tákn um hið fullkomna góða og þægilega líf. Í þessari uppfærslu er gleðin við völd þó að tárin fái nú líka að renna í stríðum straumum. Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki hinnar dansandi Ljúbu var hreint frábær með fyrirvararlausar karakterssveiflur sem lýstu vel hennar dyntótta geði. Ljúba er ekki aðeins ábyrgðarlaus heldur hegðar hún sér svona til að drekkja sorginni yfir dauða barnsins síns. Bróður hennar, sem var svo mikill aðalsmaður að hann gat ekki klætt sig sjálfur, túlkaði Þröstur Leó Gunnarsson af snilld. Hann vælir og hann skælir og salurinn emjar af hlátri. Gamla þjóninn Firs túlkar Pétur Einarsson á eftirminnilegan hátt, er svo gamall og úr sér genginn að hann stendur varla undir sjálfum sér þegar hann er að bera fram veigar sem alltaf virðist vera nóg til af. Lokasenan þegar hann er einn skilinn eftir er með öðrum hætti en vanalega, í stað þess að slökkva öll ljós leggst hann upp í rúm og deyr við undirleik hljóðfæraleikaranna. Dansatriðin í sýningunni voru svo mögnuð að þau komu öllum salnum í sveiflu. Ilmur Kristjánsdóttir sem fer með hlutverk Vörju sem elskar Lopathkin hinn nýríka sem kaupir að lokum Kirsuberjagarðinn, nær að gæða hana lífi sem hlægilega iðinni býflugu þannig að þegar Lophatkin stynur ekki upp bónorðinu í þeirra miklu ástardramasenu liggur við að maður skilji hann þar sem persónan Varja var jú létt óþolandi. Þarna tekur galsaleikurinn aðeins yfir hina viðkvæmu strengi verksins. Rúnar Freyr Gíslason leikur Lopathkin með mikilli festu og er má segja sá eini sem horfist í augu við raunveruleikann og skilar hann því af miklum trúverðugleika og búningar hans undirstrika vel karakterinn. Kennslukonuna Charlottu sem Alexía Björg Jóhannesdóttir túlkar á miklum þeytingi var sprenghlægileg með sín töfrabrögð baðandi út öllum öngum. Guðjón Davíð Karlsson lék eilífðarstúdentinn og má kannski segja að hann hafi verið gerður full trúðslegur, en sem slíkur var hann góður. Reyndar var leikarahópurinn allur svo góður að fullt hús stjarna er þeim öllum ætlað. Tónlistarmennirnir þrír, þeir Leifur Jónsson, Óttar Sæmundsen og Sigtryggur Baldursson, áttu ekki síður þátt í að gera leikinn eftirminnilegan þar sem þeir eltu persónurnar uppi og með tónum undirstrikuðu líðan þeirra. Leikmynd Höllu Gunnarsdóttur var hreint heillandi, möguleikar til að spranga milli hæða og þeytast inn og út um hliðarganga gáfu húsinu meiri dýpt og hjálpaði hugmyndafluginu að mála heilmikið stórhýsi. Fyrir svo utan þegar unga parið var allt í einu komið upp í tunglið í rómantískri rólu. Búningarnir, einkum Ljúbu, voru mjög skemmtilegir, áhrifin frá Rússum en engar kórréttar skírskotanir, heldur bara mjög smart. Niðurstaða: Frábærlega unnin sýning fyrir alla fjölskylduna.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira