Sveinn Dúa fagnar sönglagaplötu 2. nóvember 2011 09:30 Sveinn Dúa Hjörleifsson söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu. Hann sendi nýverið frá sér fyrstu einsöngsplötu sína og fagnar útgáfunni í Salnum á sunnudagskvöld.Fréttablaðið/Vilhelm „Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20. Platan kallast Værð og inniheldur íslensk sönglög í útsetningu Hjartar Ingva Jóhannssonar píanóleikara. „Þegar við Hjörtur byrjuðum að ræða efni plötunnar var ljóst að nokkur lög voru okkur sérlega hugleikin og pössuðu vel á plötu sem þessa, nokkur þeirra eru í Fjárlögunum en ekki öll. Við ákváðum því að hafa þau sem eins konar þráð á plötunni. Lögin í gömlu Fjárlögunum eiga fullt erindi til fólks og Hjörtur gerði þau sem við notumst við fersk með sínum útsetningum.“ Sveinn lauk nýverið námi frá Tónlistarháskóla Vínarborgar og hefur haft í nógu að snúast síðan. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu K. Nordal sem ætlað er að styðja við unga og efnilega söngvara og fiðluleikara. Hann segir viðurkenninguna mikla. „Ég er nýbúinn með námið og er núna byrjaður að vinna við þetta.“ Sveinn hefur þegar komið víða fram þrátt fyrir ungan aldur og söng meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu, en segir þó stóru tækifærin liggja utan landsteinanna. „Í sumar var ég í Vín og tók þátt í frumflutningi á nútímaóperum, þetta var svona kammeróperuveisla – þar söng ég þrjú hlutverk. Á síðasta ári söng ég í Bergen og var á tónleikaferðalagi í Kóreu. Síðan er ég að fara til Linz í Austurríki þar sem ég syng Fernando í Cosi fan tutte fram á næsta sumar. Þetta gengur glimrandi vel.“- bb Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20. Platan kallast Værð og inniheldur íslensk sönglög í útsetningu Hjartar Ingva Jóhannssonar píanóleikara. „Þegar við Hjörtur byrjuðum að ræða efni plötunnar var ljóst að nokkur lög voru okkur sérlega hugleikin og pössuðu vel á plötu sem þessa, nokkur þeirra eru í Fjárlögunum en ekki öll. Við ákváðum því að hafa þau sem eins konar þráð á plötunni. Lögin í gömlu Fjárlögunum eiga fullt erindi til fólks og Hjörtur gerði þau sem við notumst við fersk með sínum útsetningum.“ Sveinn lauk nýverið námi frá Tónlistarháskóla Vínarborgar og hefur haft í nógu að snúast síðan. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu K. Nordal sem ætlað er að styðja við unga og efnilega söngvara og fiðluleikara. Hann segir viðurkenninguna mikla. „Ég er nýbúinn með námið og er núna byrjaður að vinna við þetta.“ Sveinn hefur þegar komið víða fram þrátt fyrir ungan aldur og söng meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu, en segir þó stóru tækifærin liggja utan landsteinanna. „Í sumar var ég í Vín og tók þátt í frumflutningi á nútímaóperum, þetta var svona kammeróperuveisla – þar söng ég þrjú hlutverk. Á síðasta ári söng ég í Bergen og var á tónleikaferðalagi í Kóreu. Síðan er ég að fara til Linz í Austurríki þar sem ég syng Fernando í Cosi fan tutte fram á næsta sumar. Þetta gengur glimrandi vel.“- bb
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira