Óróleiki á mörkuðum heimsins 2. nóvember 2011 11:00 Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum og Evrópu tóku dýfu vegna ástandsins í Grikklandi. NordicPhotos/AFP Ákvörðun Georgs Papandreús, forsætisráðherra Grikklands, um að vísa björgunarpakka evrusvæðisins til þjóðaratkvæðagreiðslu olli mikilli ókyrrð á mörkuðum heimsins í gær. Í samkomulaginu felst bæði niðurfelling helmings skulda Grikklands og 100 millarðar evra í ný lán, en einnig mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum og skattahækkanir, sem hafa valdið mikilli úlfúð meðal almennings í Grikklandi. Dow Jones-vísitalan féll um nær 300 punkta og hlutabréf stórra banka eins og Citigroup og JP Morgan féllu skarpt. Vísitölur féllu einnig víða um Evrópu. Á Ítalíu féll markaðurinn um 6,8 prósent, 5,4 í Frakklandi og 5 í Þýskalandi. Bandaríkjadalur styrktist hins vegar sem og ríkisskuldabréf og aðrar tryggari fjárfestingar. Gríska stjórnin fundaði um ástandið í gærkvöldin en vantrauststillaga verður lögð fram á þingi á föstudag. Papandreú mun einnig hitta aðra leiðtoga ESB-ríkja á næstu dögum í tengslum við fund G20-ríkjanna. - þj / sjá síðu 6 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ákvörðun Georgs Papandreús, forsætisráðherra Grikklands, um að vísa björgunarpakka evrusvæðisins til þjóðaratkvæðagreiðslu olli mikilli ókyrrð á mörkuðum heimsins í gær. Í samkomulaginu felst bæði niðurfelling helmings skulda Grikklands og 100 millarðar evra í ný lán, en einnig mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum og skattahækkanir, sem hafa valdið mikilli úlfúð meðal almennings í Grikklandi. Dow Jones-vísitalan féll um nær 300 punkta og hlutabréf stórra banka eins og Citigroup og JP Morgan féllu skarpt. Vísitölur féllu einnig víða um Evrópu. Á Ítalíu féll markaðurinn um 6,8 prósent, 5,4 í Frakklandi og 5 í Þýskalandi. Bandaríkjadalur styrktist hins vegar sem og ríkisskuldabréf og aðrar tryggari fjárfestingar. Gríska stjórnin fundaði um ástandið í gærkvöldin en vantrauststillaga verður lögð fram á þingi á föstudag. Papandreú mun einnig hitta aðra leiðtoga ESB-ríkja á næstu dögum í tengslum við fund G20-ríkjanna. - þj / sjá síðu 6
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira