Vilja koma böndum á fjármálastarfsemi 2. nóvember 2011 11:00 Frakkar vinna hörðum höndum að undirbúningi G20-fundarins í Cannes síðar í vikunni. nordicphotos/AFP Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira