Þúsund sóttu um Game of Thrones 1. nóvember 2011 09:00 Game of Thrones sver sig í ætt við Hringadróttinssögu, en þúsund manns sóttu um að fá að vera statistar í tökunum hér á landi, sem fara fram í lok nóvember á Suðurlandi. Kit Harington verður að öllum líkindum í leikarahópnum sem hingað kemur. „Frá fimmtudagskvöldi til föstudagsmorguns fékk ég 500 tölvupósta,“ segir Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus. Hátt í þúsund manns sóttu um að fá að vera statistar í Game of Thrones fyrir tökur á Íslandi og segir Sara að framleiðendurnir séu komnir með meira en nóg, nú sé það hlutverk leikarastjóra eða „casting director“ að finna hina útvöldu. Auglýst var eftir skeggjuðum og vígalegum karlpeningi og segir Sara að flestir umsækjendur hafi uppfyllt þau skilyrði. „Það voru margir mjög flottir þarna inni á milli en sumir gleymdu að senda mynd af sér.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan ágúst á þessu ári er tökulið frá sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í lok nóvember. Tökur á umfangsmiklum vetrarsenum munu þá fara fram á Suðurlandi, en þættirnir hafa notið umtalsverðra vinsælda í Bandaríkjunum. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir skemmstu, en þættirnir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. Mikil leynd hefur hvílt yfir tökunum á annarri þáttaröðinni, sem farið hafa fram á Norður-Írlandi og Króatíu. Sara gat ekki gefið upp hversu margir fengju hlutverk í tökunum, það ætti eftir að koma í ljós þegar nær drægi. „Við erum svona að stilla það saman við framleiðendurna úti.“ Sara vildi heldur ekki gefa upp hvort til stæði að byggja stóra leikmynd sem nýtt yrði í þáttunum, en það er bandaríski sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina.- fgg Game of Thrones Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Frá fimmtudagskvöldi til föstudagsmorguns fékk ég 500 tölvupósta,“ segir Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus. Hátt í þúsund manns sóttu um að fá að vera statistar í Game of Thrones fyrir tökur á Íslandi og segir Sara að framleiðendurnir séu komnir með meira en nóg, nú sé það hlutverk leikarastjóra eða „casting director“ að finna hina útvöldu. Auglýst var eftir skeggjuðum og vígalegum karlpeningi og segir Sara að flestir umsækjendur hafi uppfyllt þau skilyrði. „Það voru margir mjög flottir þarna inni á milli en sumir gleymdu að senda mynd af sér.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan ágúst á þessu ári er tökulið frá sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í lok nóvember. Tökur á umfangsmiklum vetrarsenum munu þá fara fram á Suðurlandi, en þættirnir hafa notið umtalsverðra vinsælda í Bandaríkjunum. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir skemmstu, en þættirnir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. Mikil leynd hefur hvílt yfir tökunum á annarri þáttaröðinni, sem farið hafa fram á Norður-Írlandi og Króatíu. Sara gat ekki gefið upp hversu margir fengju hlutverk í tökunum, það ætti eftir að koma í ljós þegar nær drægi. „Við erum svona að stilla það saman við framleiðendurna úti.“ Sara vildi heldur ekki gefa upp hvort til stæði að byggja stóra leikmynd sem nýtt yrði í þáttunum, en það er bandaríski sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina.- fgg
Game of Thrones Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira