Yrsa Sigurðardóttir heillar Þjóðverja 28. október 2011 07:00 Vinsæl í Þýskalandi Yrsa Sigurðardóttir nýtur sívaxandi vinsælda í Þýskalandi. Yfir 50 þúsund eintök hafa selst af nýjustu bók hennar þar í landi. Mynd/Sigurjón Ragnar „Við erum í skýjunum yfir þeim viðtökum sem nýjasta bók Yrsu hefur fengið í Þýskalandi. Nú er bara að sjá hvernig Ég man þig spjarar sig í öðrum löndum,“ segir Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi í Veröld. Í gærmorgun höfðu 53.346 eintök selst af bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, í Þýskalandi. Bókin situr í 24. sæti á metsölulistanum yfir kiljur og hefur verið á listanum í sex vikur samfleytt. Hæst fór bókin í 23. sæti listans. „Þetta er langbesta byrjun Yrsu í Þýskalandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Pétur Már enn fremur. Viðbrögð fjölmiðla hafa sömuleiðis verið jákvæð. Tímaritið Bücher sagði að Ég man þig væri „eitt af meistaraverkum spennubókmenntanna“ og Main Echo sagði að sagan væri „hörkuspennandi og frábærlega tvinnuð saman“. Þá staðhæfir Frankfurter Rundschau að Yrsa sé ein þriggja mikilvægustu kvenglæpasagnahöfunda samtímans. Ég man þig kemur á næstunni út í Noregi, þá í Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og síðan koll af kolli. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Sigurjón Sighvatsson tryggt sér réttinn til að kvikmynda söguna. Aðdáendur Yrsu á Íslandi fá svo nýja bók eftir hana um miðjan nóvember. Sú kallast Brakið og þar er Þóra lögmaður aftur til umfjöllunar. - hdm Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Við erum í skýjunum yfir þeim viðtökum sem nýjasta bók Yrsu hefur fengið í Þýskalandi. Nú er bara að sjá hvernig Ég man þig spjarar sig í öðrum löndum,“ segir Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi í Veröld. Í gærmorgun höfðu 53.346 eintök selst af bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, í Þýskalandi. Bókin situr í 24. sæti á metsölulistanum yfir kiljur og hefur verið á listanum í sex vikur samfleytt. Hæst fór bókin í 23. sæti listans. „Þetta er langbesta byrjun Yrsu í Þýskalandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Pétur Már enn fremur. Viðbrögð fjölmiðla hafa sömuleiðis verið jákvæð. Tímaritið Bücher sagði að Ég man þig væri „eitt af meistaraverkum spennubókmenntanna“ og Main Echo sagði að sagan væri „hörkuspennandi og frábærlega tvinnuð saman“. Þá staðhæfir Frankfurter Rundschau að Yrsa sé ein þriggja mikilvægustu kvenglæpasagnahöfunda samtímans. Ég man þig kemur á næstunni út í Noregi, þá í Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og síðan koll af kolli. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Sigurjón Sighvatsson tryggt sér réttinn til að kvikmynda söguna. Aðdáendur Yrsu á Íslandi fá svo nýja bók eftir hana um miðjan nóvember. Sú kallast Brakið og þar er Þóra lögmaður aftur til umfjöllunar. - hdm
Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira