Tinni fyrsta hlutverk Þorsteins 27. október 2011 20:00 Einlægur tinnamaður Þorsteinn Bachmann var rödd Tinna í þeim 39 teiknimyndum sem gerðar voru eftir bókum Hergé. Hann ætlar að sjá nýju Spielberg-myndina um blaðamanninn snjalla.Fréttablaðið/Stefán Kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Einn Íslendingur þekkir sennilega hlutverk hins bráðsnjalla Tinna best en það er Þorsteinn Bachmann leikari. Þorsteinn talaði inn á allar 39 teiknimyndirnar sem gerðar voru eftir sögum Hergé og voru fyrst sýndar fyrir tuttugu árum. Með Þorsteini í liði var Felix Bergsson en Þorsteinn var hins vegar lykilmaður, var bæði Tinni og Kolbeinn kafteinn. „Upprunalega stóð til að ég myndi gera þetta einn en ég fékk Felix í lið með mér og við skiptum meðal annars Sköftunum á milli okkar.“ Þorsteinn rifjar upp að sennilega hafi Tinni verið fyrsta stóra hlutverkið sitt sem atvinnuleikari, hann var nýútskrifaður úr Leiklistarskólanum þegar yfirþýðandi á Sjónvarpinu hafði samband og spurði hvort hann væri ekki tilkippilegur í þetta. „Tinni er slíkur helgidómur í mínu barnshjarta að maður vildi gera vel og þetta varð því mjög vönduð talsetning. Við Felix rifumst mjög oft við tæknimanninn, vildum fá að gera hlutina aftur og gáfum okkur góðan tíma í þetta.“ Þorsteinn er sjálfur mikill Tinnamaður og beið eftir bókunum um blaðamanninn snjalla á sínum yngri árum. „Ég spurði mömmu einu sinni hvað myndi gerast ef Tinni myndi taka upp á því að deyja, hann gat alltaf bjargað öllu,“ segir Þorsteinn, sem reiknar fastlega með því að fara að sjá nýju Tinnamyndina þegar tækifærið gefst. „Ég kemst ekki á föstudaginn, er að fara að sýna Hreinsun, en ég ætla að fara.“- fgg Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Einn Íslendingur þekkir sennilega hlutverk hins bráðsnjalla Tinna best en það er Þorsteinn Bachmann leikari. Þorsteinn talaði inn á allar 39 teiknimyndirnar sem gerðar voru eftir sögum Hergé og voru fyrst sýndar fyrir tuttugu árum. Með Þorsteini í liði var Felix Bergsson en Þorsteinn var hins vegar lykilmaður, var bæði Tinni og Kolbeinn kafteinn. „Upprunalega stóð til að ég myndi gera þetta einn en ég fékk Felix í lið með mér og við skiptum meðal annars Sköftunum á milli okkar.“ Þorsteinn rifjar upp að sennilega hafi Tinni verið fyrsta stóra hlutverkið sitt sem atvinnuleikari, hann var nýútskrifaður úr Leiklistarskólanum þegar yfirþýðandi á Sjónvarpinu hafði samband og spurði hvort hann væri ekki tilkippilegur í þetta. „Tinni er slíkur helgidómur í mínu barnshjarta að maður vildi gera vel og þetta varð því mjög vönduð talsetning. Við Felix rifumst mjög oft við tæknimanninn, vildum fá að gera hlutina aftur og gáfum okkur góðan tíma í þetta.“ Þorsteinn er sjálfur mikill Tinnamaður og beið eftir bókunum um blaðamanninn snjalla á sínum yngri árum. „Ég spurði mömmu einu sinni hvað myndi gerast ef Tinni myndi taka upp á því að deyja, hann gat alltaf bjargað öllu,“ segir Þorsteinn, sem reiknar fastlega með því að fara að sjá nýju Tinnamyndina þegar tækifærið gefst. „Ég kemst ekki á föstudaginn, er að fara að sýna Hreinsun, en ég ætla að fara.“- fgg
Lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp