Kóngurinn í kvikmyndum 27. október 2011 17:00 Spielberg á tökustað myndarinnar The Sugarland Express árið 1974 í Texas.Mynd/Getty Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg. Nýjasta kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Aðdáendur blaðamannsins snjalla sem listamaðurinn Hergé gerði ódauðlegan í bókum sínum hafa beðið spenntir eftir að sjá hvernig Spielberg tekst upp. Og það skemmir eflaust ekki fyrir að Peter Jackson, maðurinn á bak við Hringadróttinsþríleikinn, situr í aðalframleiðandastólnum. Söguþráður myndarinnar er mjög einfaldur; Tinni og Kolbeinn kafteinn halda af stað í fjársjóðsleit þegar þeir reyna að finna sjóræningjaskip sem forfaðir Kolbeins stýrði. Ævintýri Tinna er fyrsta kvikmynd Spielbergs í þrjú ár, frá því að hann leikstýrði upprisu Indiana Jones. Þetta er jafnframt fyrsta teiknimynd Spielbergs en myndin er gerð með svokallaðri „motion capture"-tækni sem byggist á því að alvöruleikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar inn í tölvu og „kvikaðar". Fáum kemur það á óvart að Andy Serkis skuli leika í myndinni – hann er Kolbeinn kafteinn – því sá ágæti maður er fyrsta og eina stjarna þessarar tækni; hann var Gollum í Hringadróttinssögu og King Kong í samnefndri kvikmynd Jacksons. Jamie Bell fer hins vegar með hlutverk Tinna.Tinni og Kolbeinn.Ferill Spielbergs er einstakur í Hollywood, hægt væri að telja feilsporin á fingrum annarrar handar en smellirnir eru nánast endalausir. Enda auðæfi leikstjórans metin á þrjá milljarða Bandaríkjadollara, síðustu þrjú ár hefur hann haft yfir hundrað milljónir dollara í árslaun samkvæmt Forbes. Þrátt fyrir velgengnina hefur leikstjóranum tekist að halda persónu sinni fjarri kastljósi fjölmiðla að mestu; hann er tvígiftur og á sjö börn, þar af tvö ættleidd. Ferill Spielbergs hófst fyrir alvöru með kvikmyndinni The Sugarland Express árið 1974 en í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark og E.T.; listinn er nánast ótæmandi. Spielberg notaði sín fyrstu skref til að gera tilkomumiklar ævintýramyndir en hann getur vel gert dramatíkinni góð skil, eins og kvikmyndirnar The Color Purple, Empire of the Sun og Schindler's List sýna vel. Spielberg er hins vegar á heimavelli þegar ævintýri eru annars vegar, þar er hann fremstur meðal jafningja í þeim hring. Það lá alltaf fyrir að Spielberg myndi gera kvikmynd eftir Tinnabókunum. Eftir að einn gagnrýnandi hafði lýst því yfir að fyrsta Indiana Jones-myndin væri eins og Tinnabók pantaði Spielberg allar bækurnar á frummálinu og þrátt fyrir að hafa ekki skilið neitt varð hann umsvifalaust ástfanginn af myndlist þeirra. Hergé lýsti því síðan sjálfur yfir að Spielberg væri eini leikstjórinn sem gæti komið Tinna á hvíta tjaldið. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Spielberg á tökustað myndarinnar The Sugarland Express árið 1974 í Texas.Mynd/Getty Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg. Nýjasta kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Aðdáendur blaðamannsins snjalla sem listamaðurinn Hergé gerði ódauðlegan í bókum sínum hafa beðið spenntir eftir að sjá hvernig Spielberg tekst upp. Og það skemmir eflaust ekki fyrir að Peter Jackson, maðurinn á bak við Hringadróttinsþríleikinn, situr í aðalframleiðandastólnum. Söguþráður myndarinnar er mjög einfaldur; Tinni og Kolbeinn kafteinn halda af stað í fjársjóðsleit þegar þeir reyna að finna sjóræningjaskip sem forfaðir Kolbeins stýrði. Ævintýri Tinna er fyrsta kvikmynd Spielbergs í þrjú ár, frá því að hann leikstýrði upprisu Indiana Jones. Þetta er jafnframt fyrsta teiknimynd Spielbergs en myndin er gerð með svokallaðri „motion capture"-tækni sem byggist á því að alvöruleikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar inn í tölvu og „kvikaðar". Fáum kemur það á óvart að Andy Serkis skuli leika í myndinni – hann er Kolbeinn kafteinn – því sá ágæti maður er fyrsta og eina stjarna þessarar tækni; hann var Gollum í Hringadróttinssögu og King Kong í samnefndri kvikmynd Jacksons. Jamie Bell fer hins vegar með hlutverk Tinna.Tinni og Kolbeinn.Ferill Spielbergs er einstakur í Hollywood, hægt væri að telja feilsporin á fingrum annarrar handar en smellirnir eru nánast endalausir. Enda auðæfi leikstjórans metin á þrjá milljarða Bandaríkjadollara, síðustu þrjú ár hefur hann haft yfir hundrað milljónir dollara í árslaun samkvæmt Forbes. Þrátt fyrir velgengnina hefur leikstjóranum tekist að halda persónu sinni fjarri kastljósi fjölmiðla að mestu; hann er tvígiftur og á sjö börn, þar af tvö ættleidd. Ferill Spielbergs hófst fyrir alvöru með kvikmyndinni The Sugarland Express árið 1974 en í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark og E.T.; listinn er nánast ótæmandi. Spielberg notaði sín fyrstu skref til að gera tilkomumiklar ævintýramyndir en hann getur vel gert dramatíkinni góð skil, eins og kvikmyndirnar The Color Purple, Empire of the Sun og Schindler's List sýna vel. Spielberg er hins vegar á heimavelli þegar ævintýri eru annars vegar, þar er hann fremstur meðal jafningja í þeim hring. Það lá alltaf fyrir að Spielberg myndi gera kvikmynd eftir Tinnabókunum. Eftir að einn gagnrýnandi hafði lýst því yfir að fyrsta Indiana Jones-myndin væri eins og Tinnabók pantaði Spielberg allar bækurnar á frummálinu og þrátt fyrir að hafa ekki skilið neitt varð hann umsvifalaust ástfanginn af myndlist þeirra. Hergé lýsti því síðan sjálfur yfir að Spielberg væri eini leikstjórinn sem gæti komið Tinna á hvíta tjaldið. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira