Smáliðið sem skákar Barcelona og Real Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2011 06:00 Fyrirliðinn Sergio Ballesteros er orðinn 36 og með léttan björgunarhring.nordic photos/getty images Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli. Ekkert lið í spænsku deildinni eyðir minna fé en Levante. Heildarvelta liðsins er um 350 milljónir króna á ári. Til samanburðar er veltan hjá Barcelona um 80 milljarðar og norska meistaraliðið Rosenborg er með ársveltu upp á rúmlega 420 milljónir króna. Eftir 3-0 sigur Levante um helgina gegn Villareal er smáliðið á toppnum með 20 stig, Real Madrid er þar næst með 19 stig og spænska meistaraliðið Barcelona er í þriðja sæti með 18 stig. Levante er nú þegar búið að innbyrða fleiri stig en eftir 21 umferð á síðustu leiktíð og allt bendir til þess að félagið nái markmiðum sínum – sem var að ná að hanga í deild þeirra bestu. Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er næsti leikur Levante gegn Real Sociedad á miðvikudag. Sá leikmaður sem hefur vakið mesta athygli í Levante er fyrirliðinn Sergio Ballesteros. Hann er alls ekki á óskalista stórklúbba í Evrópu enda er Ballesteros 36 ára gamall og að margra mati akfeitur. Baðvigtin lýgur ekki og Ballesteros er 100 kíló og með „aukahluti“ á kviðnum sem flestir fótboltamenn vilja vera án. Varnarmaðurinn hefur leikið um 300 leiki í efstu deild á Spáni og er þaulreyndur þrátt fyrir slæmt líkamsástand. Fyrirliðinn er eini leikmaðurinn þar sem „síðasti söludagur“ er rétt handan við hornið. Meðalaldur liðsins í leik gegn Malaga á dögunum var rétt um 32 ár. Frábær varnarleikur hefur einkennt Levante það sem af er tímabilinu. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í átta leikjum. Levante hefur unnið sex leiki og gert tvívegis jafntefli og er taplaust. Aðeins Barcelona og Sevilla eru í þeim hópi á Spáni þessa stundina. Árið 2008 var Levante bjargað frá gjaldþroti og félagið hefur aðeins efni á að kaupa ódýrustu leikmennina á markaðnum. Forráðamenn liðsins hafa notað um 63 milljónir króna í kaup á samtals 50 leikmönnum á undanförnum árum. Það gerir rétt um 1,2 milljónir króna að meðaltali. Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli. Ekkert lið í spænsku deildinni eyðir minna fé en Levante. Heildarvelta liðsins er um 350 milljónir króna á ári. Til samanburðar er veltan hjá Barcelona um 80 milljarðar og norska meistaraliðið Rosenborg er með ársveltu upp á rúmlega 420 milljónir króna. Eftir 3-0 sigur Levante um helgina gegn Villareal er smáliðið á toppnum með 20 stig, Real Madrid er þar næst með 19 stig og spænska meistaraliðið Barcelona er í þriðja sæti með 18 stig. Levante er nú þegar búið að innbyrða fleiri stig en eftir 21 umferð á síðustu leiktíð og allt bendir til þess að félagið nái markmiðum sínum – sem var að ná að hanga í deild þeirra bestu. Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er næsti leikur Levante gegn Real Sociedad á miðvikudag. Sá leikmaður sem hefur vakið mesta athygli í Levante er fyrirliðinn Sergio Ballesteros. Hann er alls ekki á óskalista stórklúbba í Evrópu enda er Ballesteros 36 ára gamall og að margra mati akfeitur. Baðvigtin lýgur ekki og Ballesteros er 100 kíló og með „aukahluti“ á kviðnum sem flestir fótboltamenn vilja vera án. Varnarmaðurinn hefur leikið um 300 leiki í efstu deild á Spáni og er þaulreyndur þrátt fyrir slæmt líkamsástand. Fyrirliðinn er eini leikmaðurinn þar sem „síðasti söludagur“ er rétt handan við hornið. Meðalaldur liðsins í leik gegn Malaga á dögunum var rétt um 32 ár. Frábær varnarleikur hefur einkennt Levante það sem af er tímabilinu. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í átta leikjum. Levante hefur unnið sex leiki og gert tvívegis jafntefli og er taplaust. Aðeins Barcelona og Sevilla eru í þeim hópi á Spáni þessa stundina. Árið 2008 var Levante bjargað frá gjaldþroti og félagið hefur aðeins efni á að kaupa ódýrustu leikmennina á markaðnum. Forráðamenn liðsins hafa notað um 63 milljónir króna í kaup á samtals 50 leikmönnum á undanförnum árum. Það gerir rétt um 1,2 milljónir króna að meðaltali.
Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira