Hátt í tíu þúsund miðar bókaðir 24. október 2011 11:00 Sýningin er mikið sjónarspil. Töfraflautan var frumsýnd af Íslensku óperunni í Eldborg í Hörpu um helgina. Margir færustu söngvarar þjóðarinnar ljá ævintýrinu rödd sína. Um er að ræða eina stærstu óperuperlu heims, Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Leikstjórn verksins er í höndum Ágústu Skúladóttur og Daníel Bjarnason er hljómsveitastjóri uppsetningarinnar, sem er sú fimmta hér á landi á þessu meistaraverki Mozarts. „Töfraflautan er aðgengileg ópera og höfðar til breiðs hóps. Jafnframt er hún mannmörg og fá því margir af okkar fremstu söngvurum á heimsmælikvarða að leiða saman hesta sína," segir Ágústa Skúladóttir, sem bætir við að þetta sé kynngimagnað ævintýri. „Sýningin er mikið sjónarspil og við leggjum mikið upp úr hinu sjónræna með íburðarmiklum brúðum, búningum og leikmynd. Við gerum allt til heiðurs töfratónum Mozarts, sem hefur verið vægast sagt auðvelt að sækja innblástur til." Verkið, sem hefur hrifið áhorfendur í þau 220 ár sem liðin eru frá fyrstu frumsýningu í alþýðuleikhúsi í Vínarborg, fjallar um prins frá fjarlægum löndum sem kemur inn í ævintýraheim Næturdrottningarinnar. Hún segir honum frá ráni á dóttur sinni. Hann verður samstundis ástfanginn af prinsessunni og leggur upp í leit að henni ásamt fuglafangaranum, með töfraflautu og klukkuspil í fararnesti. Ágústa segir það mikinn heiður að sýna í Hörpu og að söngvarar sem og hljómsveit taki hljómi hins stóra sals Eldborgar fagnandi. Alls verða átta sýningar á Töfraflautunni og hafa nú þegar verið bókaðir hátt í tíu þúsund miðar á óperuna, en leita þarf aftur á annan áratug til að finna jafn mikla miðasölu á óperusýningu á Íslandi. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Töfraflautan var frumsýnd af Íslensku óperunni í Eldborg í Hörpu um helgina. Margir færustu söngvarar þjóðarinnar ljá ævintýrinu rödd sína. Um er að ræða eina stærstu óperuperlu heims, Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Leikstjórn verksins er í höndum Ágústu Skúladóttur og Daníel Bjarnason er hljómsveitastjóri uppsetningarinnar, sem er sú fimmta hér á landi á þessu meistaraverki Mozarts. „Töfraflautan er aðgengileg ópera og höfðar til breiðs hóps. Jafnframt er hún mannmörg og fá því margir af okkar fremstu söngvurum á heimsmælikvarða að leiða saman hesta sína," segir Ágústa Skúladóttir, sem bætir við að þetta sé kynngimagnað ævintýri. „Sýningin er mikið sjónarspil og við leggjum mikið upp úr hinu sjónræna með íburðarmiklum brúðum, búningum og leikmynd. Við gerum allt til heiðurs töfratónum Mozarts, sem hefur verið vægast sagt auðvelt að sækja innblástur til." Verkið, sem hefur hrifið áhorfendur í þau 220 ár sem liðin eru frá fyrstu frumsýningu í alþýðuleikhúsi í Vínarborg, fjallar um prins frá fjarlægum löndum sem kemur inn í ævintýraheim Næturdrottningarinnar. Hún segir honum frá ráni á dóttur sinni. Hann verður samstundis ástfanginn af prinsessunni og leggur upp í leit að henni ásamt fuglafangaranum, með töfraflautu og klukkuspil í fararnesti. Ágústa segir það mikinn heiður að sýna í Hörpu og að söngvarar sem og hljómsveit taki hljómi hins stóra sals Eldborgar fagnandi. Alls verða átta sýningar á Töfraflautunni og hafa nú þegar verið bókaðir hátt í tíu þúsund miðar á óperuna, en leita þarf aftur á annan áratug til að finna jafn mikla miðasölu á óperusýningu á Íslandi. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira