Flíkur úr dánarbúum 13. október 2011 11:00 Guðlaugur og Hrafnkell í Captain Fufanu. Fréttablaðið/Vilhelm Guðlaugur Halldór Einarsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson hafa þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af tónleikahátíðinni Iceland Airwaves sem haldin er í tólfta sinn um helgina. Saman skipa þeir hljómsveitina Captain Fufanu sem var stofnuð haustið 2008 og leikur nú í þriðja sinn á hátíðinni. „Ég held að þetta sé níunda Airwaves-hátíðin sem ég spila á," segir Hrafnkell hokinn af reynslu en hann hóf að leika á trompet með hljómsveitinni Ghostigital aðeins tíu ára að aldri. Báðir hafa strákarnir mjög flottan fatasmekk en segjast þó ekki hafa sérstakan áhuga á tísku. „Nei, við erum ekkert að sitja á kaffihúsum og lesa tískublöð," segir Guðlaugur en Hrafnkell er fljótur að bæta við að þeir þekki samt til hönnuða. „Ég fæ fötin mín aðallega úr dánarbúum, kannski ekki öll en ég fékk samt jakkann í alvöru úr dánarbúi," segir Guðlaugur um brúna köflótta frakkann sem hann klæðist. Hrafnkell verslar lítið á Íslandi. „Það er þá helst í Nolandi, ég er í gallabuxum þaðan en svo finnum við bara hitt og þetta hér og þar erlendis. Bara einhverstaðar úti á götu," segir Hrafnkell og bætir við að það séu flott föt í Weekday og Fred Perry-búðunum erlendis. Spurðir um færni sína við saumavélina segist Guðlaugur hafa breytt ýmsum flíkum og Hrafnkell segist leita til hans í von um að breyta fötum. „Nei," svara þeir samtímis inntir eftir því hvort þeir hafi ákveðið föt fyrir tónleika helgarinnar. „Við klæðum okkur ekkert öðruvísi á sviði. Það er helst að við klæðumst einhverju sem er einfalt að fara úr. Við afklæðumst samt bara þegar við erum í stuði en við erum alltaf í stuði svo þú getur lagt tvo og tvo saman," segir Hrafnkell. „Íslendingar eru svo fyndnir, þeir þurfa alltaf að gera sig fína þegar Yvan Rodic, betur þekktur sem „Facehunter", kemur til landsins," segir Hrafnkell spurður hvort fólk klæði sig öðruvísi á hátíðinni. Þeir sem vilja hlýða á tónsmíðar drengjanna en eru ekki handhafar armbands á Iceland Airwaves-hátíðina geta séð þá á off-venue tónleikum á Kaffibarnum í kvöld. Einnig þeyta þeir skífum í versluninni Maníu frá klukkan þrjú til sex á laugardag. Sama kvöld klukkan tíu leika þeir á aðalsviðinu á Faktorý. Ghostigital kemur fram á undan þeim og James Murphy úr LCD Soundsystem spilar á sama sviði undir miðnætti. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Guðlaugur Halldór Einarsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson hafa þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af tónleikahátíðinni Iceland Airwaves sem haldin er í tólfta sinn um helgina. Saman skipa þeir hljómsveitina Captain Fufanu sem var stofnuð haustið 2008 og leikur nú í þriðja sinn á hátíðinni. „Ég held að þetta sé níunda Airwaves-hátíðin sem ég spila á," segir Hrafnkell hokinn af reynslu en hann hóf að leika á trompet með hljómsveitinni Ghostigital aðeins tíu ára að aldri. Báðir hafa strákarnir mjög flottan fatasmekk en segjast þó ekki hafa sérstakan áhuga á tísku. „Nei, við erum ekkert að sitja á kaffihúsum og lesa tískublöð," segir Guðlaugur en Hrafnkell er fljótur að bæta við að þeir þekki samt til hönnuða. „Ég fæ fötin mín aðallega úr dánarbúum, kannski ekki öll en ég fékk samt jakkann í alvöru úr dánarbúi," segir Guðlaugur um brúna köflótta frakkann sem hann klæðist. Hrafnkell verslar lítið á Íslandi. „Það er þá helst í Nolandi, ég er í gallabuxum þaðan en svo finnum við bara hitt og þetta hér og þar erlendis. Bara einhverstaðar úti á götu," segir Hrafnkell og bætir við að það séu flott föt í Weekday og Fred Perry-búðunum erlendis. Spurðir um færni sína við saumavélina segist Guðlaugur hafa breytt ýmsum flíkum og Hrafnkell segist leita til hans í von um að breyta fötum. „Nei," svara þeir samtímis inntir eftir því hvort þeir hafi ákveðið föt fyrir tónleika helgarinnar. „Við klæðum okkur ekkert öðruvísi á sviði. Það er helst að við klæðumst einhverju sem er einfalt að fara úr. Við afklæðumst samt bara þegar við erum í stuði en við erum alltaf í stuði svo þú getur lagt tvo og tvo saman," segir Hrafnkell. „Íslendingar eru svo fyndnir, þeir þurfa alltaf að gera sig fína þegar Yvan Rodic, betur þekktur sem „Facehunter", kemur til landsins," segir Hrafnkell spurður hvort fólk klæði sig öðruvísi á hátíðinni. Þeir sem vilja hlýða á tónsmíðar drengjanna en eru ekki handhafar armbands á Iceland Airwaves-hátíðina geta séð þá á off-venue tónleikum á Kaffibarnum í kvöld. Einnig þeyta þeir skífum í versluninni Maníu frá klukkan þrjú til sex á laugardag. Sama kvöld klukkan tíu leika þeir á aðalsviðinu á Faktorý. Ghostigital kemur fram á undan þeim og James Murphy úr LCD Soundsystem spilar á sama sviði undir miðnætti. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira