Hell-víti öflugt Freyr Bjarnason skrifar 12. október 2011 14:00 Stop That Noise með Hellvar. Tónlist. Stop That Noise. Hellvar. Á fyrstu plötu sinni döðruðu Heiða Eiríksdóttir og Elvar Geir Sævarsson við elektróníska tónlist og notuðust við forritaðan trommuheila. Núna er Hellvar orðið fimm manna band og fyrir vikið hafa áherslunar breyst og rokkið orðið meira áberandi þó svo að rafpælingarnar séu aldrei langt undan. Stop That Noise var tekin upp „live" á einni helgi og það skilar sér í fínni, nokkuð hrárri rokkplötu, þar sem falleg söngrödd Heiðu nýtur sín vel, hvort sem tungumálið er franska eða enska. Lögin eru flest góð en fyrri helmingurinn er ívið betri, með pönktryllinum svala I Should Be Cool og hinu hljómfagra Morceau de gaieté, sem ég get vel ímyndað mér að svínvirki á tónleikum, rétt eins og Too late, liar þar sem kröftugur gítarleikurinn og trommurnar ná þrusuvel saman. Niðurstaða: Fínt rokk með elektróník í bland sem ætti að njóta sín til fullnustu á tónleikum. Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Stop That Noise. Hellvar. Á fyrstu plötu sinni döðruðu Heiða Eiríksdóttir og Elvar Geir Sævarsson við elektróníska tónlist og notuðust við forritaðan trommuheila. Núna er Hellvar orðið fimm manna band og fyrir vikið hafa áherslunar breyst og rokkið orðið meira áberandi þó svo að rafpælingarnar séu aldrei langt undan. Stop That Noise var tekin upp „live" á einni helgi og það skilar sér í fínni, nokkuð hrárri rokkplötu, þar sem falleg söngrödd Heiðu nýtur sín vel, hvort sem tungumálið er franska eða enska. Lögin eru flest góð en fyrri helmingurinn er ívið betri, með pönktryllinum svala I Should Be Cool og hinu hljómfagra Morceau de gaieté, sem ég get vel ímyndað mér að svínvirki á tónleikum, rétt eins og Too late, liar þar sem kröftugur gítarleikurinn og trommurnar ná þrusuvel saman. Niðurstaða: Fínt rokk með elektróník í bland sem ætti að njóta sín til fullnustu á tónleikum.
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira