Undirbúa stærstu tónleika Íslandssögunnar á næsta ári 1. október 2011 11:00 Heimsviðburður Stefnt er að því að halda stórtónleika samtakanna 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hér á landi á næsta ári. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Gunnlaugur Briem sitja í undirbúningshópi tónleikanna en borgarráð Reykjavíkur samþykkti fyrir skemmstu að styrkja undirbúningsvinnu þeirra um tvær milljónir. „Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira