Gillz tekur upp í sólinni 30. september 2011 09:00 Stórskotalið Egill Einarsson og Hannes Þór Halldórsson eru á leiðinni til Benidorm, væntanlega með Þorsteini Guðmundssyni. Þar verður fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð tekinn upp en hann hefur hlotið heitið Heimsborgarinn. Fréttablaðið/Anton Egill Gillzenegger og leikstjórinn Hannes Halldórsson eru á leiðinni til Spánar þar sem tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð hefjast. Blikinn Egill ber mikla virðingu fyrir KR-ingnum Hannesi. Tökur á annarri þáttaröð Egils Einarssonar, Lífsleikni Gillz, hefjast á mánudag eftir rúma viku við strendur sólarparadísarinnar Benidorm. Þar ætlar kraftajötunninn að kenna samlöndum sínum hvernig á að haga sér eins og sannur heimsborgari. „Alveg svakalega ömurlegt að þurfa að fara í sex daga vinnuferð í sólina á Spáni,“ segir Egill og stráir salti í sár þeirra sem þurfa að húka í haustlægðunum hér. Mannasiða-þáttaröðin sló eftirminnilega í gegn í fyrra en þar fór Egill í gegnum það hvernig svokallaðir „rasshausar“ geta látið af hegðun sinni. Kennslan mun halda áfram í næstu þáttaröð en þó verður bryddað upp á einhverri nýbreytni. „Rasshausarnir“ verða þó á sínum stað og meðal þeirra sem aðstandendur þáttanna hafa rætt við eru Þorsteinn Guðmundsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Gunnar Hansson. Að sögn Egils er líklegt að Þorsteinn fari með í sólina og hann lofar því að kenna áhorfendum hvernig þeir geti verið alvöru heimsborgarar. Og þótt Egill sé yfirleitt kokhraustur karl beygir hann sig og hneigir fyrir leikstjóra þáttanna, sjálfum Hannesi Halldórssyni. „Það er ekkert annað hægt, hann er tvöfaldur meistari með KR, er að fara að spila við Ronaldo með íslenska landsliðinu á föstudaginn eftir viku og þykir síðan líklegur kandídat í að verða valinn besti leikmaður ársins,“ segir Egill og bætir því við að ofan á allt sé hann einn efnilegasti leikstjóri þjóðarinnar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Egill Gillzenegger og leikstjórinn Hannes Halldórsson eru á leiðinni til Spánar þar sem tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð hefjast. Blikinn Egill ber mikla virðingu fyrir KR-ingnum Hannesi. Tökur á annarri þáttaröð Egils Einarssonar, Lífsleikni Gillz, hefjast á mánudag eftir rúma viku við strendur sólarparadísarinnar Benidorm. Þar ætlar kraftajötunninn að kenna samlöndum sínum hvernig á að haga sér eins og sannur heimsborgari. „Alveg svakalega ömurlegt að þurfa að fara í sex daga vinnuferð í sólina á Spáni,“ segir Egill og stráir salti í sár þeirra sem þurfa að húka í haustlægðunum hér. Mannasiða-þáttaröðin sló eftirminnilega í gegn í fyrra en þar fór Egill í gegnum það hvernig svokallaðir „rasshausar“ geta látið af hegðun sinni. Kennslan mun halda áfram í næstu þáttaröð en þó verður bryddað upp á einhverri nýbreytni. „Rasshausarnir“ verða þó á sínum stað og meðal þeirra sem aðstandendur þáttanna hafa rætt við eru Þorsteinn Guðmundsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Gunnar Hansson. Að sögn Egils er líklegt að Þorsteinn fari með í sólina og hann lofar því að kenna áhorfendum hvernig þeir geti verið alvöru heimsborgarar. Og þótt Egill sé yfirleitt kokhraustur karl beygir hann sig og hneigir fyrir leikstjóra þáttanna, sjálfum Hannesi Halldórssyni. „Það er ekkert annað hægt, hann er tvöfaldur meistari með KR, er að fara að spila við Ronaldo með íslenska landsliðinu á föstudaginn eftir viku og þykir síðan líklegur kandídat í að verða valinn besti leikmaður ársins,“ segir Egill og bætir því við að ofan á allt sé hann einn efnilegasti leikstjóri þjóðarinnar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira