Lífið

Vill viskí, kerti og handáburð

Hógvær Kröfur Charlies Murphy eru ekki klikkaðar. Hann vill þó að starfsmaður athugi á 20 mínútna fresti hvort allt sé í lagi hjá honum inni í búningsherberginu.
Hógvær Kröfur Charlies Murphy eru ekki klikkaðar. Hann vill þó að starfsmaður athugi á 20 mínútna fresti hvort allt sé í lagi hjá honum inni í búningsherberginu.
Bandaríski grínistinn Charlie Murphy, bróðir gamanleikarans Eddie Murphy, kemur fram í Hörpu á laugardagskvöld.

Samkvæmt kröfulista Murphy er kappinn afar nægjusamur. Hann fer fram á hreint loftkælt búningsherbergi og að öryggisvörður standi þar fyrir utan. Þá þarf að vera starfsmaður á vakt sem kemur inn í búningsherbergið á 20 mínútna fresti og athugar hvort allt sé í lagi.

Inni í búningsherberginu vill Charlie Murphy hafa vatn, jurtate, sérstakt te sem fer vel í hálsinn, sítrónubáta, hunang, ávexti og kjöt ásamt handáburði og sótthreinsandi kremi. Þá vill hann lyktarkerti, orkudrykki, rauð- og hvítvín ásamt stórri flösku af Jack Daniels-viskíi.

Loks herma heimildir Fréttablaðsins að eftirpartíið verði á veitingastaðnum Austur. Þar hyggst Charlie Murphy sýna sig og sjá aðra, en hann ku vera afar viðkunnanlegur. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.