Lífið

Línur farnar að skýrast í Óskarnum

Hörð samkeppni Kvikmyndaspekúlantar spá því að stórvinirnir George Clooney og Brad Pitt muni berjast um Óskarinn sem besti karlleikari ársins.
Hörð samkeppni Kvikmyndaspekúlantar spá því að stórvinirnir George Clooney og Brad Pitt muni berjast um Óskarinn sem besti karlleikari ársins.
Nú þegar stærstu kvikmyndahátíðir heims eru yfirstaðnar (Cannes, Toronto, Feneyjar) fara kvikmyndaspekúlantar á stjá og reyna spá fyrir um hvaða kvikmyndir, leikarar og leikkonur verði tilnefndar til Óskarsverðlauna. Hin svokölluðu „gúrú“ kvikmyndavefsíðunnar moviecitynews.com hafa þótt nokkuð getspök þegar kemur að þessum leik og voru fyrstu niðurstöðurnar birtar í gær.

Ef marka má þessa ágætu menn og konur þá gæti svo farið að stórvinirnir George Clooney og Brad Pitt myndu berjast um styttuna fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Pitt fyrir leik sinn í Moneyball en þar leikur hann hafnaboltasnillinginn Billy Beane og Clooney fyrir kvikmyndina The Descendants. Hún fjallar um mann sem kemst að því að alvarlega slösuð eiginkona sín hefur haldið framhjá honum. Meðal annarra sem þykja nokkuð sterkir kandídatar má nefna Michael Fassbender en „gúrúin“ nefna þrjár myndir sem hann gæti verið tilnefndur fyrir: Jane Eyre, Shame og A Dangerous Method.

Þær kvikmyndir sem þykja líklegastar til að hreppa tilnefningu eru meðal annars Midnight in Paris sem er nýjasta kvikmynd Woody Allen og skartar Owen Wilson í aðalhlutverki og The Tree of Life eftir Terence Malick en hún var að hluta til tekin upp hér á landi.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.