Dr. Gunni vinnur að annarri barnaplötu 28. september 2011 12:00 Ný barnaplata Dr. Gunni vinnur nú að nýrri barnaplötu, en hann gaf út Abbababb! fyrir fjórtán árum. fréttablaðið/valli „Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
„Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb
Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira