Enn lengist meiðslalisti Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 06:00 Arsene Wenger ræðir hér við hinn átján ára Ryo Miyaichi á æfingu Arsenal í gær. Nordic Photos / Getty Images Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Arsenal er nú komið á smá skrið eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og getur í kvöld gert enn betur með sigri á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mætir þó með vængbrotið lið til leiks því að þeir Gervinho, Laurent Koscielny og Theo Walcott, sem var frábær gegn Bolton, missa allir af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Einnig var staðfest í gær að Jack Wilshere yrði frá í minnst fjóra mánuði eftir að hafa gengið undir aðgerð á ökkla. Alls eru fjórir leikmenn Arsenal til viðbótar enn frá vegna meiðsla og því ljóst að það getur enn brugðið til beggja vona fyrir þá rauðklæddu í kvöld. Hitt Lundúnaliðið í Meistaradeildinni, Chelsea, fær erfitt verkefni í kvöld því liðið mætir Valencia á útivelli. Juan Mata, sem var keyptur til Chelsea í síðasta mánuði, snýr því aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Valencia gerði óvænt jafntefli við Genk í síðustu umferð og reiknar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, því með erfiðum leik í kvöld. „Ég átt von á því að Valencia myndi vinna þann leik. Þeir ætla sér því sigur í kvöld en það er líka ljóst að sigur myndi setja okkur í mjög þægilega stöðu í riðlinum.“ Barcelona og AC Milan mæta bæði veikari andstæðingum í kvöld en það eru góðar fréttir fyrir síðarnefnda liðið að Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leikfær eftir meiðsli. Milan hefur verið í framherjaveseni þar sem þeir Pato og Robinho eru báðir meiddir. Gamla brýnið Pippo Inzaghi er heill en hann er ekki á leikmannalista liðsins í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira
Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Arsenal er nú komið á smá skrið eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og getur í kvöld gert enn betur með sigri á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mætir þó með vængbrotið lið til leiks því að þeir Gervinho, Laurent Koscielny og Theo Walcott, sem var frábær gegn Bolton, missa allir af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Einnig var staðfest í gær að Jack Wilshere yrði frá í minnst fjóra mánuði eftir að hafa gengið undir aðgerð á ökkla. Alls eru fjórir leikmenn Arsenal til viðbótar enn frá vegna meiðsla og því ljóst að það getur enn brugðið til beggja vona fyrir þá rauðklæddu í kvöld. Hitt Lundúnaliðið í Meistaradeildinni, Chelsea, fær erfitt verkefni í kvöld því liðið mætir Valencia á útivelli. Juan Mata, sem var keyptur til Chelsea í síðasta mánuði, snýr því aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Valencia gerði óvænt jafntefli við Genk í síðustu umferð og reiknar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, því með erfiðum leik í kvöld. „Ég átt von á því að Valencia myndi vinna þann leik. Þeir ætla sér því sigur í kvöld en það er líka ljóst að sigur myndi setja okkur í mjög þægilega stöðu í riðlinum.“ Barcelona og AC Milan mæta bæði veikari andstæðingum í kvöld en það eru góðar fréttir fyrir síðarnefnda liðið að Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leikfær eftir meiðsli. Milan hefur verið í framherjaveseni þar sem þeir Pato og Robinho eru báðir meiddir. Gamla brýnið Pippo Inzaghi er heill en hann er ekki á leikmannalista liðsins í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira