Sinnti veikum manni í flugvél 27. september 2011 12:00 Efnilegur Elmar Johnson, fyrirsæta og læknanemi, sló í gegn á tískuvikunni í New York. Hann kom einnig bráðveikum manni til aðstoðar í flugi sínu heim til Íslands.fréttablaðið/hag Elmar Johnson, fyrirsæta hjá Eskimo og læknanemi, er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í tískuvikunni. Í fluginu til Íslands nýttist námið honum vel því hann kom bráðveikum manni til aðstoðar. Elmar er á fimmta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og kom námið sér að góðum notum þegar hann flaug heim frá New York um miðjan mánuðinn. Þá veiktist farþegi um borð í vélinni og í fréttum af atvikinu er greint frá því að læknir hafi verið um borð í vélinni sem sinnti sjúklingnum allt til lendingar, en þar var einmitt Elmar að verki. „Ég hafði brugðið mér á klósettið og þegar ég kom aftur fram var allt farið í háaloft. Okkur var tilkynnt að bráðveikur maður væri um borð og svo var óskað eftir lækni eða hjúkrunarfræðingi og ég gaf mig auðvitað fram og gerði svo bara mitt besta til að sinna manninum." Vélinni var nauðlent í Goose Bay í Kanada þar sem maðurinn var fluttur á sjúkrahús.Á pallinum Elmar gekk fjölda sýninga í New York, hér má sjá hann í sýningu hönnuðarins Simon Spurr.Á tískuvikunni í New York sýndi Elmar meðal annars á sýningum Stevens Alan, Andrews Buckler, Antonio Azzuolo, Simons Spurr og Rads Hourani og segir reynsluna hafa verið skemmtilega en að dagarnir hafi verið langir og strembnir. „Þetta var ekki stressandi en maður þurfti að hlaupa á milli staða og það kom fyrir að maður þurfti að vera á tveimur stöðum á sama tíma. Það að ganga sýningarpallana var líka skrítin reynsla, okkur var hent fram á sviðið og auðvitað varð maður svolítið stressaður en þetta var samt reynsla sem ég mundi ekki hafa viljað sleppa." Þegar Elmar er inntur eftir því hvort erfitt sé að setjast aftur á skólabekk eftir New York-dvölina játar hann því. „Þetta eru miklar andstæður og það tók mig nokkra daga að koma mér aftur í gömlu rútínuna mína. En mér finnst ég heppinn að geta upplifað báða heima."- sm Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Elmar Johnson, fyrirsæta hjá Eskimo og læknanemi, er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í tískuvikunni. Í fluginu til Íslands nýttist námið honum vel því hann kom bráðveikum manni til aðstoðar. Elmar er á fimmta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og kom námið sér að góðum notum þegar hann flaug heim frá New York um miðjan mánuðinn. Þá veiktist farþegi um borð í vélinni og í fréttum af atvikinu er greint frá því að læknir hafi verið um borð í vélinni sem sinnti sjúklingnum allt til lendingar, en þar var einmitt Elmar að verki. „Ég hafði brugðið mér á klósettið og þegar ég kom aftur fram var allt farið í háaloft. Okkur var tilkynnt að bráðveikur maður væri um borð og svo var óskað eftir lækni eða hjúkrunarfræðingi og ég gaf mig auðvitað fram og gerði svo bara mitt besta til að sinna manninum." Vélinni var nauðlent í Goose Bay í Kanada þar sem maðurinn var fluttur á sjúkrahús.Á pallinum Elmar gekk fjölda sýninga í New York, hér má sjá hann í sýningu hönnuðarins Simon Spurr.Á tískuvikunni í New York sýndi Elmar meðal annars á sýningum Stevens Alan, Andrews Buckler, Antonio Azzuolo, Simons Spurr og Rads Hourani og segir reynsluna hafa verið skemmtilega en að dagarnir hafi verið langir og strembnir. „Þetta var ekki stressandi en maður þurfti að hlaupa á milli staða og það kom fyrir að maður þurfti að vera á tveimur stöðum á sama tíma. Það að ganga sýningarpallana var líka skrítin reynsla, okkur var hent fram á sviðið og auðvitað varð maður svolítið stressaður en þetta var samt reynsla sem ég mundi ekki hafa viljað sleppa." Þegar Elmar er inntur eftir því hvort erfitt sé að setjast aftur á skólabekk eftir New York-dvölina játar hann því. „Þetta eru miklar andstæður og það tók mig nokkra daga að koma mér aftur í gömlu rútínuna mína. En mér finnst ég heppinn að geta upplifað báða heima."- sm
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira