Lágmark að sitja við sama borð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 27. september 2011 06:00 Þegar litið er um öxl virðist ljóst að mun farsælla hefði verið fyrir Palestínumenn að samþykkja tillögu Sameinuðu þjóðanna 1947 um skiptingu lands þeirra milli gyðinga og Palestínumanna. Hafa verður þó í huga að um var að ræða land sem þeir höfðu haft fullt forræði yfir öldum saman og búið á með gyðingum sem þó voru mikill minnihluti í landinu. Síðan eru liðin meira en sextíu ár og ástandið í Palestínu kunnara en frá þurfi að segja. Ísraelsmenn hafa hernumið þorra þess lands sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum og fara þar með öll völd. Vart er hægt að hugsa sér ömurlegri aðstæður en þær sem palestínsk þjóð býr við. Hluti hennar býr innan landamæra Ísraels án þess að njóta þar mannréttinda eins og fullgildir borgarar þess lands. Annar hluti býr við jafnvel enn ótryggari aðstæður innan landamæra nágrannaríkja. Loks hefst hluti palestínsku þjóðarinnar við í flóttamannabúðum, þ.e. á ekkert eiginlegt heimili. Þegar hér er komið sögu hafa Palestínumenn sameinast um að vilja stofna ríki sitt á litlu broti þess landsvæðis sem þeim var ætlað af Sameinuðu þjóðunum 1947. Það er löngu tímabært að alþjóðasamfélagið, og Ísland þar með, taki af skarið og styðji með ráðum og dáð þessa viðleitni Palestínumanna. Þorri þjóða heims getur ekki látið ísraelsk stjórnvöld með fulltingi þeirra bandarísku koma í veg fyrir að almenningur í Palestínu njóti grundvallarmannréttinda eins og bara þeirra að eiga sér ríkisfang og hafa forræði yfir því landi sem hann býr á. Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum á föstudag markaði tímamót. Össur Skarphéðinsson utanríkisríkisráðherra lýsti í gær yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við umsóknina. Bandaríkjamenn segja hins vegar að þjóðirnar tvær verði að ná samkomulagi áður en þeir treysta sér til að styðja aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Velta má fyrir sér hvernig tvær þjóðir sem á engan hátt sitja við sama borð eiga að geta samið. Ísrael er eitt öflugasta herveldi heims og Palestína mun aldrei ná þeim að styrk þegar kemur að hernaði. Þess aflsmunar hafa Ísraelsmenn neytt og gera enn, til dæmis í landtöku sinni. Möguleiki alþjóðasamfélagsins í gegnum Sameinuðu þjóðirnar er að veita Palestínu sömu pólitísku stöðu og öðrum þjóðríkjum heims. Þar hlýtur upphafspunkturinn að vera. Til að styrkja stöðu Palestínu eiga þjóðir heims að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Utanríkisráðherra lýsti því yfir í gærkvöld að þingsályktunartillaga þess efnis yrði lögð fram í næstu viku. Með því og afdráttarlausum stuðningi við aðildarumsóknina sýna Íslendingar frumkvæði sem þeir geta verið stoltir af. Minna verður á að friður milli Ísraels og Palestínu er í allra þágu og þá fyrst og fremst í þágu almennra borgara, bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Þegar litið er um öxl virðist ljóst að mun farsælla hefði verið fyrir Palestínumenn að samþykkja tillögu Sameinuðu þjóðanna 1947 um skiptingu lands þeirra milli gyðinga og Palestínumanna. Hafa verður þó í huga að um var að ræða land sem þeir höfðu haft fullt forræði yfir öldum saman og búið á með gyðingum sem þó voru mikill minnihluti í landinu. Síðan eru liðin meira en sextíu ár og ástandið í Palestínu kunnara en frá þurfi að segja. Ísraelsmenn hafa hernumið þorra þess lands sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum og fara þar með öll völd. Vart er hægt að hugsa sér ömurlegri aðstæður en þær sem palestínsk þjóð býr við. Hluti hennar býr innan landamæra Ísraels án þess að njóta þar mannréttinda eins og fullgildir borgarar þess lands. Annar hluti býr við jafnvel enn ótryggari aðstæður innan landamæra nágrannaríkja. Loks hefst hluti palestínsku þjóðarinnar við í flóttamannabúðum, þ.e. á ekkert eiginlegt heimili. Þegar hér er komið sögu hafa Palestínumenn sameinast um að vilja stofna ríki sitt á litlu broti þess landsvæðis sem þeim var ætlað af Sameinuðu þjóðunum 1947. Það er löngu tímabært að alþjóðasamfélagið, og Ísland þar með, taki af skarið og styðji með ráðum og dáð þessa viðleitni Palestínumanna. Þorri þjóða heims getur ekki látið ísraelsk stjórnvöld með fulltingi þeirra bandarísku koma í veg fyrir að almenningur í Palestínu njóti grundvallarmannréttinda eins og bara þeirra að eiga sér ríkisfang og hafa forræði yfir því landi sem hann býr á. Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum á föstudag markaði tímamót. Össur Skarphéðinsson utanríkisríkisráðherra lýsti í gær yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við umsóknina. Bandaríkjamenn segja hins vegar að þjóðirnar tvær verði að ná samkomulagi áður en þeir treysta sér til að styðja aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Velta má fyrir sér hvernig tvær þjóðir sem á engan hátt sitja við sama borð eiga að geta samið. Ísrael er eitt öflugasta herveldi heims og Palestína mun aldrei ná þeim að styrk þegar kemur að hernaði. Þess aflsmunar hafa Ísraelsmenn neytt og gera enn, til dæmis í landtöku sinni. Möguleiki alþjóðasamfélagsins í gegnum Sameinuðu þjóðirnar er að veita Palestínu sömu pólitísku stöðu og öðrum þjóðríkjum heims. Þar hlýtur upphafspunkturinn að vera. Til að styrkja stöðu Palestínu eiga þjóðir heims að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Utanríkisráðherra lýsti því yfir í gærkvöld að þingsályktunartillaga þess efnis yrði lögð fram í næstu viku. Með því og afdráttarlausum stuðningi við aðildarumsóknina sýna Íslendingar frumkvæði sem þeir geta verið stoltir af. Minna verður á að friður milli Ísraels og Palestínu er í allra þágu og þá fyrst og fremst í þágu almennra borgara, bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna.