Mills alltaf velkominn 23. september 2011 13:30 Tómas M. Tómasson spilaði með Mike Mills á tónleikum á Ob-la-di Ob-la-da í ágúst. Fréttablaðið/GVA Mike Mills úr R.E.M. kom til Íslands með konu sinni í ágúst og söng með Bítladrengjunum blíðu á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-la-da við Frakkastíg. „Við máttum ekki kynna hann sem bassaleikarann í R.E.M. Hann var bara Mike Mills frá Aþenu í Georgíu," segir Tómas M. Tómasson, Stuðmaður og meðlimur Bítladrengjanna blíðu. „Ég rétti honum bassann en hann vildi ekki spila og sagði: „Þú kannt þetta miklu betur en ég". Mills söng með þeim nokkur lög, þar á meðal Back in the USSR og Revolution. „Þetta var einkar geðugur náungi. Hann var að koma úr ferðalagi um Austur-Evrópu og var á leiðinni heim. Hann var mjög hrifinn af bandinu okkar og konan hans sem er tónlistargagnrýnandi var líka hrifin af okkur," segir Tómas. Þau skildu eftir sig netfang og sendu Bítladrengirnir þeim kveðju í kjölfarið. „Við eigum eftir að senda þeim myndir og dót og gerum það við tækifæri." Tómas og félagar spila á Obladí- Oblada á hverju þriðjudagskvöldi og segir hann Mills alltaf velkomið að stíga með þeim upp á svið. Spurður hvað honum finnist um endalok R.E.M. segir hann: „Þetta tekur allt sinn enda. Ég vona bara að þeir hafi hætt í sátt og samlyndi." Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Mike Mills úr R.E.M. kom til Íslands með konu sinni í ágúst og söng með Bítladrengjunum blíðu á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-la-da við Frakkastíg. „Við máttum ekki kynna hann sem bassaleikarann í R.E.M. Hann var bara Mike Mills frá Aþenu í Georgíu," segir Tómas M. Tómasson, Stuðmaður og meðlimur Bítladrengjanna blíðu. „Ég rétti honum bassann en hann vildi ekki spila og sagði: „Þú kannt þetta miklu betur en ég". Mills söng með þeim nokkur lög, þar á meðal Back in the USSR og Revolution. „Þetta var einkar geðugur náungi. Hann var að koma úr ferðalagi um Austur-Evrópu og var á leiðinni heim. Hann var mjög hrifinn af bandinu okkar og konan hans sem er tónlistargagnrýnandi var líka hrifin af okkur," segir Tómas. Þau skildu eftir sig netfang og sendu Bítladrengirnir þeim kveðju í kjölfarið. „Við eigum eftir að senda þeim myndir og dót og gerum það við tækifæri." Tómas og félagar spila á Obladí- Oblada á hverju þriðjudagskvöldi og segir hann Mills alltaf velkomið að stíga með þeim upp á svið. Spurður hvað honum finnist um endalok R.E.M. segir hann: „Þetta tekur allt sinn enda. Ég vona bara að þeir hafi hætt í sátt og samlyndi."
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira