Sissel Kyrkjebø aftur til Íslands 21. september 2011 12:00 Sissel Kyrkjebø nýtur mikilla vinsælda en plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka. Einn heppinn drengjasópran fær að syngja með norsku stórsöngkonunni Sissel Kyrkjebø á Frostrósar-tónleikum í Hörpu 10. desember. Haldnar verða sérstakar áheyrnarprufur um miðjan október þar sem strákar geta látið ljós sitt skína. Að sögn Samúels Kristjánssonar tónleikahaldara er ekki enn orðið ljóst hvert lagið verður sem hinn útvaldi fær að syngja. Tónleikarnir nefnast Frostrósir klassík en þetta er annað árið í röð sem slíkir tónleikar eru haldnir samhliða Frostrósa-tónleikunum sjálfum. Einvalalið söngvara kemur fram með Kyrkjebø en hún mun meðal annars syngja dúett með Garðari Thor Cortes. Þetta er í annað sinn sem Sissel kemur fram á Frostrósa-tónleikum og Samúel segir hana vera mikinn feng. „Tónleikarnir hennar 2006 heppnuðust alveg feikilega vel og hún er mjög spennt fyrir því að koma aftur hingað,“ segir Samúel en þeim tónleikum var sjónvarpað út um allan heim og er talið að alls hafi 150 milljónir manna horft á þá. Þetta er tíunda árið sem Frostrósir eru haldnar en af því tilefni verða haldnir veglegir afmælistónleikar í Hörpu 3.-5. desember þar sem fram koma helstu söngvarar hinna íslensku Frostrósa frá upphafi en miðasala hefst í október. - fgg Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Einn heppinn drengjasópran fær að syngja með norsku stórsöngkonunni Sissel Kyrkjebø á Frostrósar-tónleikum í Hörpu 10. desember. Haldnar verða sérstakar áheyrnarprufur um miðjan október þar sem strákar geta látið ljós sitt skína. Að sögn Samúels Kristjánssonar tónleikahaldara er ekki enn orðið ljóst hvert lagið verður sem hinn útvaldi fær að syngja. Tónleikarnir nefnast Frostrósir klassík en þetta er annað árið í röð sem slíkir tónleikar eru haldnir samhliða Frostrósa-tónleikunum sjálfum. Einvalalið söngvara kemur fram með Kyrkjebø en hún mun meðal annars syngja dúett með Garðari Thor Cortes. Þetta er í annað sinn sem Sissel kemur fram á Frostrósa-tónleikum og Samúel segir hana vera mikinn feng. „Tónleikarnir hennar 2006 heppnuðust alveg feikilega vel og hún er mjög spennt fyrir því að koma aftur hingað,“ segir Samúel en þeim tónleikum var sjónvarpað út um allan heim og er talið að alls hafi 150 milljónir manna horft á þá. Þetta er tíunda árið sem Frostrósir eru haldnar en af því tilefni verða haldnir veglegir afmælistónleikar í Hörpu 3.-5. desember þar sem fram koma helstu söngvarar hinna íslensku Frostrósa frá upphafi en miðasala hefst í október. - fgg
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“