Sérviska sérans á Ströndum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. september 2011 20:00 Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Bíó. Jón og séra Jón. Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Séra Jón Ísleifsson er sóknarprestur í Árnesi á Ströndum og aðalviðfangsefni heimildarmyndarinnar Jón og séra Jón. Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Íslendingar virðast hafa sérstakan áhuga á fólki sem er á skjön við normið. Af Jóni eru til margar sögur, og inni á milli atriða í myndinni segir andlitslaus kvenrödd spaugilegar sögur af Jóni. Sögurnar minna margar hverjar helst á sögurnar af bræðrunum á Bakka, og best er trúlega sagan af því þegar Jón rændi spjörunum af fuglahræðu sem honum fannst betur klædd en hann sjálfur. Jón og séra Jón er vel gerð mynd að mörgu leyti og þessar tæpu 90 mínútur af rausinu í Jóni héldu vel athygli minni. Myndefnið er þó orðið sjö ára gamalt og stafræn myndgæðin frá þeim tíma henta vafalaust betur fyrir sjónvarp. Tónlist Björns Jörundar er lágstemmd og styður vel við myndskeiðin. Ég mæli með þessu. Niðurstaða: Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann. Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Jón og séra Jón. Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Séra Jón Ísleifsson er sóknarprestur í Árnesi á Ströndum og aðalviðfangsefni heimildarmyndarinnar Jón og séra Jón. Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Íslendingar virðast hafa sérstakan áhuga á fólki sem er á skjön við normið. Af Jóni eru til margar sögur, og inni á milli atriða í myndinni segir andlitslaus kvenrödd spaugilegar sögur af Jóni. Sögurnar minna margar hverjar helst á sögurnar af bræðrunum á Bakka, og best er trúlega sagan af því þegar Jón rændi spjörunum af fuglahræðu sem honum fannst betur klædd en hann sjálfur. Jón og séra Jón er vel gerð mynd að mörgu leyti og þessar tæpu 90 mínútur af rausinu í Jóni héldu vel athygli minni. Myndefnið er þó orðið sjö ára gamalt og stafræn myndgæðin frá þeim tíma henta vafalaust betur fyrir sjónvarp. Tónlist Björns Jörundar er lágstemmd og styður vel við myndskeiðin. Ég mæli með þessu. Niðurstaða: Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann.
Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira