Lífið

Rauður dregill í Toronto

Framleiðendurnir Christopher Mapp, Peter Graves, Matthew Streets, Steve Chasman, leikstjórinn Gary McKendry, Sigurjón Sighvatsson framleiðandi og Tom Ortenberg á frumsýningu myndarinnar Killer Elite.
Framleiðendurnir Christopher Mapp, Peter Graves, Matthew Streets, Steve Chasman, leikstjórinn Gary McKendry, Sigurjón Sighvatsson framleiðandi og Tom Ortenberg á frumsýningu myndarinnar Killer Elite.
Kvikmyndahátíðin í Toronto stendur yfir þessa dagana og þar hafa margar stjörnur gengið um rauða dregilinn í sínu fínasta pússi. Hátíðin er talin leggja línurnar fyrir komandi verðlaunahátíðir og því beinir kvikmyndaiðnaðurinn sjónum sínum þangað næstu daga.

Stórstjörnur eins og Brad Pitt, Angelina Jolie, Gerard Butler og sjálfur Sigurjón Sighvatsson brosa sínu breiðasta í Kanada. Einnig var kærustuparið Dev Patel og Freida Pinto sæt saman sem og poppdrottningin Madonna en hún virðist vera fastagestur á kvikmyndahátíðum þessa dagana til að kynna mynd sína W.E.

Smellið á myndina hér til vinstri til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×