Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að lækka skatta um 253 milljarða dala og auka ríkisútgjöld um 194 milljarða, allt í þeim tilgangi að búa til ný störf í samfélaginu.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er níu prósent, þannig að ekki veitir af nýjum störfum. Samt er búist við því að Obama muni eiga í vandræðum með að fá þingið til að samþykkja þessi útgjöld.
Obama kynnti áform sín í ræðu á fimmtudagskvöld, en hélt strax í gær til borgarinnar Richmond til að fylgja hugmyndum sínum eftir með frekari ræðum og viðræðum.- gb
Lækkar skatta og eykur gjöld
