Íslendingar hafa eytt 900 milljónum í Harry Potter Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 9. september 2011 11:00 Vísir/Getty Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir. Fyrsta Harry Potter-bókin af sjö eftir J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út hér á landi í íslenskri þýðingu árið 1999 á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Á þeim bænum höfðu menn óljósan grun um hvað væri í vændum. „Að meðaltali hefur hver bók selst í tuttugu þúsund eintökum,“ segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti-Veröld, sem gefur bækurnar út hér á landi. Sem þýðir að 140 þúsund Harry Potter-bækur hafa selst hér á landi. Ef hver þeirra kostar í kringum 2.500 krónur hafa Potter-bækur verið seldar fyrir 350 milljónir íslenskra króna. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að frá því að fyrsta myndin um Potter og vini hans var frumsýnd árið 2001 hafi 430 þúsund gestir séð Harry Potter-myndirnar átta, bíómiðar hafi því verið seldir fyrir 360 milljónir. Nýjasta myndin, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, hefur þegar halað inn 63 milljónir í miðasölu. „Í upphafi óraði engan fyrir að þetta yrði svona vinsælt í tíu ár. Maður er náttúrulega bara rosalega glaður og það er ekki hægt að kvarta undan Harry Potter,“ en hver einasta Potter-mynd hefur halað inn yfir milljarð dala í miðasölu á heimsvísu. En þá er ekki allt upptalið því Þorvaldi reiknast til að hátt í 75 þúsund Harry Potter-mynddiskar hafi selst hér á landi og miðað við útsöluverð, sem er 2.500 krónur, gerir það sölu upp á 187 milljónir. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir. Fyrsta Harry Potter-bókin af sjö eftir J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út hér á landi í íslenskri þýðingu árið 1999 á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Á þeim bænum höfðu menn óljósan grun um hvað væri í vændum. „Að meðaltali hefur hver bók selst í tuttugu þúsund eintökum,“ segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti-Veröld, sem gefur bækurnar út hér á landi. Sem þýðir að 140 þúsund Harry Potter-bækur hafa selst hér á landi. Ef hver þeirra kostar í kringum 2.500 krónur hafa Potter-bækur verið seldar fyrir 350 milljónir íslenskra króna. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að frá því að fyrsta myndin um Potter og vini hans var frumsýnd árið 2001 hafi 430 þúsund gestir séð Harry Potter-myndirnar átta, bíómiðar hafi því verið seldir fyrir 360 milljónir. Nýjasta myndin, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, hefur þegar halað inn 63 milljónir í miðasölu. „Í upphafi óraði engan fyrir að þetta yrði svona vinsælt í tíu ár. Maður er náttúrulega bara rosalega glaður og það er ekki hægt að kvarta undan Harry Potter,“ en hver einasta Potter-mynd hefur halað inn yfir milljarð dala í miðasölu á heimsvísu. En þá er ekki allt upptalið því Þorvaldi reiknast til að hátt í 75 þúsund Harry Potter-mynddiskar hafi selst hér á landi og miðað við útsöluverð, sem er 2.500 krónur, gerir það sölu upp á 187 milljónir.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira