Heimilismatur í sparibúningi 23. september 2011 11:00 Andrea Norðfjörð er eigandi Kaffi Aroma. Fréttablaðið/Hag Nú er ár síðan nýir eigendur tóku við veitingahúsinu Café Aroma í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur það síðan tekið á sig æ heimilislegri brag. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga þar sem heimilismatur í girnilegum búningi er á boðstólum auk þess sem samlokur, hamborgarar og alls kyns salöt eru á sínum stað fram á kvöld. „Þá erum við með litlar kökur sem við bökum frá grunni, en ekki sneiðar eins og algengt er, og njóta þær sérstakra vinsælda,“ segir eigandinn Andrea Norðfjörð. Café Aroma var stofnað á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði árið 2002 en áður var Kaffi Hafnarfjörður þar til húsa. Útsýni er yfir höfnina og sjóinn og segir Andrea notalega kaffihúsastemningu ríkja sem æ fleiri Hafnfirðingar og nærsveitamenn sækja í. „Við leggjum líka upp úr því að hafa andrúmsloftið eins heimilislegt og mögulegt er og setjumst jafnvel niður með viðskiptavinum okkar og spjöllum um daginn og veginn,“ segir Andrea, en með henni vinna eiginmaður hennar, móðir og fleira gott fólk. „Ég hóf sjálf störf á gamla staðnum árið 2005 og móðir mín nokkrum árum seinna svo viðskiptavinirnir þekkja okkur vel.“ Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Fréttablaðið/Hag Nú er ár síðan nýir eigendur tóku við veitingahúsinu Café Aroma í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur það síðan tekið á sig æ heimilislegri brag. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga þar sem heimilismatur í girnilegum búningi er á boðstólum auk þess sem samlokur, hamborgarar og alls kyns salöt eru á sínum stað fram á kvöld. „Þá erum við með litlar kökur sem við bökum frá grunni, en ekki sneiðar eins og algengt er, og njóta þær sérstakra vinsælda,“ segir eigandinn Andrea Norðfjörð. Café Aroma var stofnað á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði árið 2002 en áður var Kaffi Hafnarfjörður þar til húsa. Útsýni er yfir höfnina og sjóinn og segir Andrea notalega kaffihúsastemningu ríkja sem æ fleiri Hafnfirðingar og nærsveitamenn sækja í. „Við leggjum líka upp úr því að hafa andrúmsloftið eins heimilislegt og mögulegt er og setjumst jafnvel niður með viðskiptavinum okkar og spjöllum um daginn og veginn,“ segir Andrea, en með henni vinna eiginmaður hennar, móðir og fleira gott fólk. „Ég hóf sjálf störf á gamla staðnum árið 2005 og móðir mín nokkrum árum seinna svo viðskiptavinirnir þekkja okkur vel.“
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira