Upp og niður að vinna mikið með sjálfum sér 7. september 2011 16:30 Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira