Gítarsnillingur á útopnu Trausti Júlíusson skrifar 7. september 2011 09:00 Björgvin Gíslason fór á kostum á sviðinu í Austurbæ. Fréttablaðið/Valli Björgin Gíslason. 60 ára afmælistónleikar. Austurbær 4. september Það var troðfullur salur sem fagnaði Björgvini Gíslasyni á 60 ára afmælistónleikum hans í Austurbæ á sunnudagskvöldið. Björgvin er ein mesta gítarhetja Íslands fyrr og síðar. Hann var áberandi með hljómsveitum eins og Pops, Náttúru, Pelican, Paradís, Póker og Das Kapital og spilaði að auki með fjölmörgum listamönnum, til dæmis Megasi á Drögum að sjálfsmorði og Jóhanni G á Kjötsúpuplötunni, svo við nefnum bara tvö dæmi. Upp úr miðjum níunda áratugnum hætti Björgvin að mestu að koma fram opinberlega, en hefur spilað nokkuð undanfarið, meðal annars með Mugison. Björgvin hefur gefið út nokkrar sólóplötur, en auk þess að vera afmælistónleikar voru tónleikarnir í Austurbæ til að fagna endurútgáfu á þeim þremur fyrstu sem lengi hafa verið ófáanlegar: Öræfarokk kom út 1977, Glettur 1981 og Örugglega 1983. Eftir seiðandi sítartónlist sem hljómaði þegar tónleikagestir gengu í salinn hófst hin eiginlega dagskrá með laginu Ambrosia af Öræfarokki, en flest laganna á tónleikunum voru af fyrrnefndum plötum. Hljómsveit kvöldsins samanstóð af tveimur gömlum félögum Björgvins úr bransanum, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara og yngri mönnum, Jóni Ólafssyni sem lék á Hammond og píanó, Guðmundi Péturssyni gítarleikara, Hjörleifi Valssyni fiðluleikara og Birni Jörundi Friðbjörnssyni sem sá að mestu um sönginn. Björgvin lék á als oddi. Hann ljómaði af gleði, sagði skemmtisögur á milli laga og fór að sjálfsögðu hamförum á gítarinn eins og honum er einum lagið. Þeir sem hafa séð til Björgvins á tónleikum vita að spilagleði og innlifun eru hans aðalsmerki. Hann er ótrúlega fær og lipur gítarleikari, en svipbrigðin og sviðstaktarnir eru líka órjúfanlegur partur af ímynd hans. Tónleikarnir á sunnudagskvöldið stóðu yfir í rúma tvo tíma. Fyrir hlé voru meðal annars tekin lög eins og Öræfarokk, Tunglskin í trjánum, Skerum þá af og proggsnilldin Doll in a Dream. Eftir hlé var tempóið keyrt upp. Mugison (sem átti líka afmæli) tók eitt lag með bandinu við mikinn fögnuð og tónleikarnir enduðu á þremur þekktustu lögunum af Örugglega: Afi, Í takt við tímann og LM Ericsson. Eftir uppklapp tók sveitin hina stórskemmtilegu útgáfu Björgvins af laginu Á Sprengisandi sem tryllti lýðinn á dögum Pelicans og hefur fylgt Björgvini síðan. Gítarsnillingarnir Björgvin og Gummi P fóru frábærlega með það. Áhorfendur höfðu ekki fengið nóg og því kom hljómsveitin aftur á sviðið eftir mikil fagnaðarlæti og tók Doll in a Dream öðru sinni. Þetta voru fínir tónleikar. Það var gleði og kærleikur í Austurbæ þetta kvöld. Hljómsveitin var frábær og gítargoðsögnin og afmælisbarnið fór á kostum. Niðurstaða: Gítarhetjan Björgvin Gíslason lék á als oddi á mjög vel heppnuðum afmælistónleikum í Austurbæ á sunnudagskvöldið. Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Björgin Gíslason. 60 ára afmælistónleikar. Austurbær 4. september Það var troðfullur salur sem fagnaði Björgvini Gíslasyni á 60 ára afmælistónleikum hans í Austurbæ á sunnudagskvöldið. Björgvin er ein mesta gítarhetja Íslands fyrr og síðar. Hann var áberandi með hljómsveitum eins og Pops, Náttúru, Pelican, Paradís, Póker og Das Kapital og spilaði að auki með fjölmörgum listamönnum, til dæmis Megasi á Drögum að sjálfsmorði og Jóhanni G á Kjötsúpuplötunni, svo við nefnum bara tvö dæmi. Upp úr miðjum níunda áratugnum hætti Björgvin að mestu að koma fram opinberlega, en hefur spilað nokkuð undanfarið, meðal annars með Mugison. Björgvin hefur gefið út nokkrar sólóplötur, en auk þess að vera afmælistónleikar voru tónleikarnir í Austurbæ til að fagna endurútgáfu á þeim þremur fyrstu sem lengi hafa verið ófáanlegar: Öræfarokk kom út 1977, Glettur 1981 og Örugglega 1983. Eftir seiðandi sítartónlist sem hljómaði þegar tónleikagestir gengu í salinn hófst hin eiginlega dagskrá með laginu Ambrosia af Öræfarokki, en flest laganna á tónleikunum voru af fyrrnefndum plötum. Hljómsveit kvöldsins samanstóð af tveimur gömlum félögum Björgvins úr bransanum, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara og yngri mönnum, Jóni Ólafssyni sem lék á Hammond og píanó, Guðmundi Péturssyni gítarleikara, Hjörleifi Valssyni fiðluleikara og Birni Jörundi Friðbjörnssyni sem sá að mestu um sönginn. Björgvin lék á als oddi. Hann ljómaði af gleði, sagði skemmtisögur á milli laga og fór að sjálfsögðu hamförum á gítarinn eins og honum er einum lagið. Þeir sem hafa séð til Björgvins á tónleikum vita að spilagleði og innlifun eru hans aðalsmerki. Hann er ótrúlega fær og lipur gítarleikari, en svipbrigðin og sviðstaktarnir eru líka órjúfanlegur partur af ímynd hans. Tónleikarnir á sunnudagskvöldið stóðu yfir í rúma tvo tíma. Fyrir hlé voru meðal annars tekin lög eins og Öræfarokk, Tunglskin í trjánum, Skerum þá af og proggsnilldin Doll in a Dream. Eftir hlé var tempóið keyrt upp. Mugison (sem átti líka afmæli) tók eitt lag með bandinu við mikinn fögnuð og tónleikarnir enduðu á þremur þekktustu lögunum af Örugglega: Afi, Í takt við tímann og LM Ericsson. Eftir uppklapp tók sveitin hina stórskemmtilegu útgáfu Björgvins af laginu Á Sprengisandi sem tryllti lýðinn á dögum Pelicans og hefur fylgt Björgvini síðan. Gítarsnillingarnir Björgvin og Gummi P fóru frábærlega með það. Áhorfendur höfðu ekki fengið nóg og því kom hljómsveitin aftur á sviðið eftir mikil fagnaðarlæti og tók Doll in a Dream öðru sinni. Þetta voru fínir tónleikar. Það var gleði og kærleikur í Austurbæ þetta kvöld. Hljómsveitin var frábær og gítargoðsögnin og afmælisbarnið fór á kostum. Niðurstaða: Gítarhetjan Björgvin Gíslason lék á als oddi á mjög vel heppnuðum afmælistónleikum í Austurbæ á sunnudagskvöldið.
Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira