Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 4. september 2011 14:00 Heba Þórisdóttir. Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino." Lífið Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino."
Lífið Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira