Spila fyrir 100 þúsund í Kína 3. september 2011 12:00 Hljómsveitin Bloodgroup spilar í fyrsta sinn í Kína í byrjun október. mynd/heiða helgadóttir „Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
„Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb
Lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira