Jónsi dáleiddi Crowe 2. september 2011 08:00 Sögulegt samstarf Bandaríski leikstjórinnCameron Crowe segir í viðtali við vefsíðuna ifc.com að samstarfið við Jónsa sé sögulegt; íslenski tónlistarmaðurinn hafi samið nýja persónu inn í myndina We Bought a Zoo. Leikstjórinn hyggst notast við tónlist á allt annan hátt en hann hefur áður gert og það sé ekki síst vegna samstarfsins við Jónsa.NordicPhotos/Getty Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira