Rokk og plokkfiskur 20. ágúst 2011 15:30 flottir feðgar Haukur S. Magnússon og Magnús Hauksson munu taka á móti gestum í dag. Haukur mun leika tónlist með hljómsveit sinni og Magnús reiðir fram dásamlega fiskrétti ásamt konu sinni, Ragnheiði Halldórsdóttur.fréttablaðið/valli Haukur S. Magnússon hefur fengið foreldra sína í heimsókn frá Ísafirði yfir Menningarnótt. Saman bjóða þau til veislu úti á Granda í kvöld. Hljómsveitirnar Reykjavík! og Sudden Weather Change bjóða gestum og gangandi í heimsókn í æfingahúsnæði sitt í dag í tilefni Menningarnætur. Hljómsveitirnar munu stíga á svið og leika nokkur lög fyrir gesti auk þess sem hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir frá Tjöruhúsinu munu reiða fram dýrindis rétti fyrir fólk. Reykjavík! og Sudden Weather Change verða ekki einu hljómsveitirnar sem koma fram heldur munu Ofvitarnir, Just Another Snake Cult og Mugison einnig koma fram auk þess sem myndlistarmaðurinn Ísak Óli Sævarsson mun selja verk sín á staðnum. Menningin mun því blómstra í æfingahúsnæðinu þennan dag. Haukur S. Magnússon, meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavík!, segir Grandasvæðið vera orðið mjög líflegt og skemmtilegt og vonast eftir því að sjá sem flesta í dag. „Okkur fannst kjörið að bjóða fólki í heimsókn í tilefni dagsins, halda listasýningu, tónleika og bjóða upp á mat. Mamma mín og pabbi reka Tjöruhúsið þannig það voru hæg heimantökin að fá þau í lið með sér. Þetta gaf þeim líka ástæðu til að koma suður og taka þátt í gamninu. Öllum er boðið og ég vonast eftir því að sjá sem flesta,“ segir Haukur. Meðal þeirra rétta sem Magnús og Ragnheiður munu reiða fram eru plokkfiskur og fiskisúpa. Þegar Haukur er inntur eftir því hvaða réttur sé í uppáhaldi hjá honum verður honum svarafátt. „Það fer svolítið eftir því í hvaða skapi ég er. Mér finnst plokkfiskurinn alltaf fáránlega góður, en fiskisúpan þeirra er líka alveg sér á báti.“ Skemmtunin fer fram í æfingahúsnæði sveitanna við Hólmaslóð 2. Skemmtunin byrjar klukkan 15 og stendur til 23. Maturinn verður reiddur fram um klukkan 19 og þá hefjast einnig tónleikarnir. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira
Haukur S. Magnússon hefur fengið foreldra sína í heimsókn frá Ísafirði yfir Menningarnótt. Saman bjóða þau til veislu úti á Granda í kvöld. Hljómsveitirnar Reykjavík! og Sudden Weather Change bjóða gestum og gangandi í heimsókn í æfingahúsnæði sitt í dag í tilefni Menningarnætur. Hljómsveitirnar munu stíga á svið og leika nokkur lög fyrir gesti auk þess sem hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir frá Tjöruhúsinu munu reiða fram dýrindis rétti fyrir fólk. Reykjavík! og Sudden Weather Change verða ekki einu hljómsveitirnar sem koma fram heldur munu Ofvitarnir, Just Another Snake Cult og Mugison einnig koma fram auk þess sem myndlistarmaðurinn Ísak Óli Sævarsson mun selja verk sín á staðnum. Menningin mun því blómstra í æfingahúsnæðinu þennan dag. Haukur S. Magnússon, meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavík!, segir Grandasvæðið vera orðið mjög líflegt og skemmtilegt og vonast eftir því að sjá sem flesta í dag. „Okkur fannst kjörið að bjóða fólki í heimsókn í tilefni dagsins, halda listasýningu, tónleika og bjóða upp á mat. Mamma mín og pabbi reka Tjöruhúsið þannig það voru hæg heimantökin að fá þau í lið með sér. Þetta gaf þeim líka ástæðu til að koma suður og taka þátt í gamninu. Öllum er boðið og ég vonast eftir því að sjá sem flesta,“ segir Haukur. Meðal þeirra rétta sem Magnús og Ragnheiður munu reiða fram eru plokkfiskur og fiskisúpa. Þegar Haukur er inntur eftir því hvaða réttur sé í uppáhaldi hjá honum verður honum svarafátt. „Það fer svolítið eftir því í hvaða skapi ég er. Mér finnst plokkfiskurinn alltaf fáránlega góður, en fiskisúpan þeirra er líka alveg sér á báti.“ Skemmtunin fer fram í æfingahúsnæði sveitanna við Hólmaslóð 2. Skemmtunin byrjar klukkan 15 og stendur til 23. Maturinn verður reiddur fram um klukkan 19 og þá hefjast einnig tónleikarnir. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira